KÓRS3SR05

KÓRS 2SR05 - Raddarstjórn, 4. - 6. áfangi  - leið A 

Viðfangsefni: Raddarstjóri
Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á að þjálfa nemendur áfram í söng með flóknari verkefnum s.s. ólagrænum tónsmíðum sem gera kröfur til aukinnar einbeitingar, öryggis og nákvæmni. Mismunandi stílar og blæbrigði kórsöngs eru kynnt fyrir nemendunum. Hin flóknari verkefni reyna á þá hæfni sem nemendur hafa tileinkað sér í undanförunum. Meðal markmiða eru að gera þátttakendur hæfa til að ganga til liðs við margvíslega kóra, s.s. kammerkóra og stórra kóra sem taka þátt í verkefnum með atvinnufólki, s.s. stórum hljómsveitum og flytja t.d. stórvirki kórtónbókmenntanna. Nemendur áfangans eru leiðandi í starfi skólakórsins, geta tekið að sér skipulag viðburða og verið í stjórn kórsins. Nemendur taka áfram þátt í þeim verkefnum sem kórinn tekur sér fyrir hendur, s.s. söng á tónleikum og önnur tækifæri. Kórinn æfir tvisvar til þrisvar í viku í tvo tíma í senn. Æfingabúðir eru haldnar eina helgi á hverri önn. Kórinn kemur fram við ýmis tækifæri, heldur tónleika, syngur við brautskráningarathafnir í skólanum og heldur reglulega í söngferðalög, bæði innlands og utan. Allir kórfélagar taka þátt í undirbúningi ferða, s.s. með fjáröflun o.fl.
Forkröfur: KÓRS2SÖ05
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • fjölbreyttum tegundum kórtónlistar
 • helstu einkennum hvers stíls, s.s. barrokk, klassík, rómantík og fjölbreytt 20. aldar tónlist
Leikniviðmið:  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • lesa fjölbreyttar gerðir kórnótna t.d. í mismunandi lyklum
 • greina hljóma og stöðu sinnar raddar í hljómi
 • finna með öryggi innkomutón raddar út frá öðrum röddum
 • leiða sína rödd í samsöng
 • syngja stutta einsöngskafla með kórnum ef það á við
 • syngja í litlum hópum, kvartettum o.þ.h. ef það á við
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • njóta fegurðar samsöngs
 • meta gildi tónlistar sem listgreinar
 • þroska með sér smekk fyrir kórtónlist eftir mismunandi tónlistarstefnum
 • þroska með sér sönggleði