Leikhús

Leikfélag Flensborgarskólans hefur blómstrað síðustu ár og sett upp leikrit á hverju vori. Söngleikir hafa gjarnan orðið fyrir valinu. Gerður hefur verið góður rómur að sýningunum og almenn tilhlökkun í skólanum fyrir frumsýningarnar. 

Árið 2020 var sett upp söngleikurinn Pitz Pörfekt, undir leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur. Söngleikurinn var unnin upp úr frægum kvikmyndum og sýndur í Gaflaraleikhúsinu. 

Söngleikurinn Systra Akt var sýndur í Bæjarbíó í uppsetningu Leikfélags Flensborgar á vorönn 2019. Júlíana Sara Gunnarsdóttir leikstýrði og skrifaði handrit sýningarinnar sem var í nýjum búningi, full af nýrri og eldri tónlist. Sagan er kómísk og spennandi og ekki skemmir það að karakterarnir eru fjörugir og skemmtilegir. Ásgrímur Geir Logason tónlistarstjóri og Aníta Rós Þorsteinsdóttir voru einnig meðal listræna stjórnenda sýningarinnar.

 

Leikfélag Flensborgar setti upp sýninguna Pitz Pörfekt á vorönn 2018. Björk Jakobsdóttir leikstýrði verkinu sem er innblásið úr samnefndri kvikmynd. Þetta er hugljúfur söngleikur stútfullur af gleði, dans og sinni einkennandi a-capella tónlist. Fleiri listrænir stjórnendur voru þau Hallur Ingólfsson tónlistarstjóri, Lilja Dögg Gunnarsdóttir söngstjóri og Arnór Björnsson danshöfundur.

Sýningin var sett upp í Gaflaraleikhúsinu.

Leikfélag Flensborgarskólans stendur fyrir námskeiðum í samstarfi við Gaflaraleikhúsið. Yfirleitt eru almenn námskeið á haustönn og leiksýning sett upp á vorönn. Vorið 2017 setti félagið upp söngleikinn Mormónabókina eftir Trey Parker og Matt Stone.

Leikstjóri er Björk Jakobsdóttir.

Árið 2016 setti leikhópurinn upp frumsamið leikrit, Harmleikana, sem þau unnu með leikstjóranum, Eyvindi Karlssyni. 

Næsta verkefni leikfélagsins er leikgerð kvikmyndarinnar Pitch Perfect. Það verður sviðsett í febrúar 2018.