REKH2GS05

REKH2GS05 - Grunnhugtök og skilgreiningar

Viðfangsefni: Skortur, val, fórnarkostnaður, eftirspurn, framboð, kostnaður, tekjur, afkoma, núllpunktur, áætlanagerð, kennitöluútreikningar, línurit.
Lýsing: Í þessum byrjunar áfanga er farið yfir ýmis grunnhugtök hagfræðinnar og helstu skilgreiningar á kostnaði og tekjum fyrirtækja, rekstraráætlanir og framlegðarútreikninga. Stór hluti áfangans felst í stærðfræðilegri greiningu á rekstrarhagfræðilegum úrlausnarefnum. Áhersla er lögð á stærðfræðilega nálgun og notkun línurita til að leysa rekstrarhagfræðileg viðfangsefni, svo sem kostnað, tekjumyndun og jafnvægi í rekstri fyrirtækja.
Forkröfur: Hafi lokið 1.þrepi í stærðfræði. Æskilegt: BÓKF2DR05.

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • grundvallarhugtökum hagfræðinnar; skorti, val og fórnarkostnaði
 • framboði og eftirspurn og jafnvægi á markaði
 • helstu framleiðsluþáttum
 • helstu kostnaðarhugtökum, tekjum og afkomu fyrirtækja
 • muninum á helstu kostnaðarhugtökum eins og á breytilegum og föstum kostnaði og á beinum og óbeinum kostnaði

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • reikna hráefniskostnað, hráefna- og afurðabirgðir, framleiðslukostnað, kostnaðarverð seldra vara, rekstrarjafnvægi, afkomu og eigið verð afurða
 • gera einfalda greiðslu- og rekstraráætlun ásamt efnahagsreikningi
 • gera framlegðarútreikninga og finna rekstrarjafnvægi
 • gera fjárhagslínurit
 • reikna hagkvæmasta framleiðslumagn við fullkomna samkeppni

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • setja upp einfalda fjárhagsáætlun
 • skilja hvernig verðmæti myndast innan fyrirtækja og hvernig þeim er ráðstafað
 • túlka og meta ársreikninga fyrirtækja með kennitölum
 • lesa og túlka línurit og geta unnið gögn úr þeim
Til baka