ÞJÓÐ3MH05

ÞJÓÐ3MH05 - Meginstefnur og haglíkön

Viðfangsefni: Meginstefnur og straumar, haglíkön, hagstjórnartæki, efnahagshringrás
Lýsing: Kynntar eru meginstefnur og straumar sem tengjast hagfræði þjóðarbúsins og hreyfiöflum efnahagsþróunar. Innra samhengi í hagkerfinu er útskýrt með hjálp efnahagshringrásar og einföldum haglíkönum og línuritum ásamt því að farið er í helstu markmið og hagstjórnartæki. Þá er fjallað um markaðskerfið og komið inn á kenningar um innri og ytri áhrif og markaðsbresti í markaðsvæddum samfélögum. Hegðun fyrirtækja í mismunandi samkeppnisformum er skoðuð og fjallað um áhrif fullkominnar og ófullkominnar samkeppni á velferð neytenda. Fjallað er um peningastefnu, fjármálastefnu, gengisstjórn, velferð, ríkisfjármál og þjóðartekjur. Komið er inn á umhverfisvandamál sem skapast af framleiðslu og neyslu í iðnvæddum samfélögum.
Forkröfur: ÞJÓÐ2GH05

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • hringrás efnahagslífsins og átti sig á samhengi hagstærða
 • margföldunaráhrifum í hagkerfinu og ástæðna fyrir þeim
 • tækjum fjármálastjórnunar
 • helstu ákvörðunarþáttum peningaeftirspurnar og peningaframboðs
 • helstu tækjum peningamálastjórnunar
 • tengslum sem eru á milli vöru- og peningamarkaðar
 • helstu vandamálum sem fylgja hagstjórn í opnu hagkerfi
 • meginkenningar um ákvörðun þjóðartekna og áhrifamátt hagstjórnar
 • meginhugmynd „framboðssinnaðrar“ hagfræði
 • hugmyndum um þátt væntinga í efnahagslífinu, svo sem kenninga um „skynsamlegar væntingar“
 • hugtakinu velferðarauki
 • hugtakinu markaðsbrestur og helstu ástæður fyrir markaðsbresti
 • hagstjórnaraðgerðahugtakinu raungengi

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • reikna út þjóðartekjur í jafnvægi og aðrar helstu hagstærðir með hjálp einfalds haglíkans
 • greina vandamál sem tengjast hallarekstri hins opinbera
 • greina afleiðingar nafngengisbreytinga fyrir þjóðarbúskapinn
 • geta tilgreint dæmi um „ytri áhrif“ í framleiðslu og neyslu
 • greina samhengi umhverfismála og markaðsverðmyndunar

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • túlka heildareftirspurn og heildarframboð í hagkerfinu með hjálp einfalds haglíkans
 • útskýra með hjálp línurita hvernig heildarframboð og heildareftirspurn ákvarðar verðlag og raunþjóðartekjur
 • túlka innra og ytra jafnvægi í hagkerfinu og geti útskýrt hvernig mismunandi hagstjórnaraðgerðir geta fært hagkerfið nær innra og ytra jafnvægi
 • taka þátt í daglegri efnahagsumræðu út frá faglegu sjónarmiði
 • beita upplýsingatækni við öflun upplýsinga og lausn verkefna
 • gera sér grein fyrir áhrifum peningamálastjórnar á vaxtastig
 • átta sig á mikilvægi raungengis á þjóðarbúskapinn
 • átta sig á því hvernig velferðarauki skerðist við einokun
Til baka