ENSK2SO05

ENSK2SO05 - Sérhæfður orðaforði

Viðfangsefni: Sérhæfður orðaforði, flóknari textar, ritgerðasmíð og bókmenntir
Lýsing: Í áfanganum er áhersla á sérhæfðan orðaforða, fagorðaforða (academic vocabulary), þar sem nemendur vinna með verkefni tengd námsbrautum þeim sem þeir eru á. Þýðingar og/eða útdrættir á fagtextum á félags- eða raungreinasviði sem nemendur velja í samráði við kennara hverju sinni. Lesnar klassískar bókmenntir eftir þekkta enskumælandi höfunda. Munnleg færni þjálfuð enn meir en áður með samtölum og kynningum nemenda á textum og námsefni.
Áfanginn á að brúa bilið milli milli B2 og C1 í Evrópsku tungumálamöppunni.
Forkröfur: ENSK2HF05

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • ólíkum viðhorfum og gildum sem móta menningu í enskumælandi löndum
 • orðaforða sem hæfir hæfniviðmiðum þrepsins
 • alhliða færni í málinu bæði munnlega og skriflega
 • helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls, einkum uppsetningu ritgerða
 • flóknari textum og skilningi út frá víðara samhengi

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • skilja ólík málsnið
 • lesa fjölbreytt textaform og beita þeim lestraraðferðum sem við eiga hverju sinni
 • beita málfari við hæfi við ólíkar aðstæður, bæði í rituðu og töluðu máli
 • tjá sig hnökralaust um málefni sem nemendur hafa kynnt sér og undirbúið
 • skrifa margs konar texta og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • skilja án vandkvæða megininntak erinda og rökræðna, jafnvel um tiltölulega flókið efni, ef nemandi þekkir til þess
 • lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu í texta
 • taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt
 • skrifa margs konar texta og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við í hverju tilviki fyrir sig
 • tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt.
Til baka