FORR2FP05

FORR2FP05 - Hlutbundin forritun í Python, framhaldsáfangi

Viðfangsefni: Hlutbundin forritun í Python, framhaldsáfangi
Lýsing:
Í áfanganum fá nemendur æfingu í hlutbundinni forritun. Helstu efnisatriði: Klasar og hlutir, tilviksbreytur, aðferðir, fjölmótun, erfðir, kóðasöfn, reiknirit, gagnagrindur. Áfanganum verður skipt upp í þrjá spretti og hækkar vægi verkefna eftir sprettum.
Forkröfur: Grunnforritun í Python

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Hvaða hlutverki klasar gegna í hlutbundinni forritun
  • Hvernig má búa til eintak af klasa með tilviksbreytum og beita á hann aðferðum
  • Hvernig má láta klasa erfa frá öðrum klasa
  • Hvernig má nýta kóðasöfn
  • Gagnsemi reiknirita og gagnagrinda

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Hanna, skrifa og prófa hlutbundin forrit
  • Skrifa aðferðir fyrir klasa
  • Beita reikniritum úr kóðasöfnum

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Geta metið hvaða gagnagrind hentar fyrir tiltekið verkefni
  • Geta rökstutt, með athugasemdum í kóða, að forrit framkvæmi það sem til þess er ætlast
Til baka