AÍÞR2UA02

AÍÞR2UA02 - Umhverfi og aðstæður

Viðfangsefni: Umhverfið, aðstæður og áframhaldandi vinna með líkamlega getu
Lýsing: Áfanginn er eingöngu ætlaður nemendum á íþróttafrekssviði og er kenndur í samráði við íþróttafélag nemandans. Áfanginn er miðaður við að nemandinn geti stundað sína íþróttagrein samhliða skóla og er einstaklingsmiðaður. Í þessum áfanga er lögð áhersla á að kenna á umhverfi og aðstæður. Hvaða þjálfunaraðferðir er hægt að beita hverju sinni og hvað myndi henta best. Haldið er áfram að vinna með grunn og sérhæfða getu hvers og eins. Fundin eru markmið með hverjum og einum sem nýtast munu í framtiðinni.
Forkröfur: AÍÞR2TH02

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • hvenær best er að beita viðeigandi tækni og að nauðsynlegt sé að æfa tækni stöðugt
 • aðstæðum þannig að hreyfifærnin nýtist sem best og að hreyfifærni verður aldrei fullkomin
 • hvaða þoltegund er best að beita miðað við aðstæður og að alltaf er hægt að vinna með grunn- eða sérhæft þol
 • hvenær á að nota hvaða styrk miðað við aðstæður og það á alltaf að vera hægt að vinna með grunn- og sérhæfðan styrk
 • að það er alltaf hægt að vinna með liðleika því hann eflir hreyfifærnina
 • að markmiðin þurfi að skila framförum

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • nota tækniæfingar sem henta miðað við aðstæður og að þær séu notaðar til gagns
 • nota hreyfiæfingar sem henta miðað við aðstæður
 • nota þolæfingar þannig að þær auki getu og henti miðað við aðstæður, nota styrktaræfingar sem henta miða við aðstæður og þannig að þær auki getu einstaklingsins
 • nota liðleikaæfingar miðað við aðstæður og þannig að þær auki hreyfifærni hvers og eins
 • setja upp æfingar sem hjálpa til við að ná markmiðunum sínum

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • velja rétta tækni miðað við aðstæður sem eru á hverjum tíma og að tæknin nýtist best miðað við umhverfið
 • velja réttar hreyfiæfingar miðað við aðstæður
 • velja þolæfingar sem henta á hverjum tíma
 • geta valið réttar styrktaræfingar sem henta miðað við aðstæður og þannig að styrkur nýtist sem best í því umhverfi sem er verið að vinna í
 • velja liðleikaæfingar sem henta miðað við getu, aðstæður og nýtast sem best í því umhverfi sem er verið að vinna í
 • vinna með raunhæf markmið
 • að meta umhverfið þannig að hreyfifærnin nýtist sem best
 • að meta aðstæður þannig að þolið nýtist sem best miðað við umhverfið
Til baka