EFNA2VV05

EFNA2VV05 - Vatnslausnir og varmafræði

Viðfangsefni: Efnahvörf í lausnum og magnútreikningar í lausn. Varmafræði. Lotubundnir eiginleikar frumefna. Gunnhugtök efnatengja og Lewis bygging efnasambanda. VSEPR lögun sameinda og efnatengi.
Lýsing: Í þessum áfanga er haldið áfram að vinna með grunnatriði ólífrænnar efnafræði og einnig byggt ofan á fyrri þekkingu. Farið verður í: Efnahvörf í lausnum, almenna eiginleikar lausna, rafvaka, fellingar-, sýru/basa- og oxunar/afoxunarhvörf, styrk lausna og hlutfallaútreikninga lausna og efnagreiningu. Fyrsta lögmál varmafræðinnar, innri orku, inn- og útvermin ferli, hvarfavarma og myndunarvarma. Lotubundna eiginleika frumefna, virka kjarnhleðslu, atómradíus, jónunarorku, rafeindafíkn, málma, málmleysingja og hálfmálma. Eiginleika virkra málma og valinna málmleysingja. Efnatengi, jóna- og samgild tengi, Lewistáknun, skautun efnatengja og rafdrægni, átturegluna og undantekningar. Lögun sameinda, VSEPR líkanið og skautun sameinda, (skörun svigrúma)
Forkröfur: EFNA2ME05

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • þeim hugtökum, lögmálum og reglum sem áhersla er lögð á í áfanganum
 • eiginleikum lausna
 • fellingar- sýru/basa- og oxunar/afoxunarhvörfum
 • styrk lausna og hlutfallaútreikningum lausna
 • orkuhugtakinu, hvarfavarma efnahvarfa, inn- og útvermum efnahvörfum og myndunarvarma
 • lotubundna eiginleikum frumefna og einkennum frumefna eftir staðsetningu þeirra í lotukerfinu
 • flokkun efnasambanda. Eðli jóna- og samgildra tengja
 • lewistáknun og Lewis byggingu efnasambanda og skautun efnatengja
 • lögun sameinda og VSEPR líkaninu
 • vinnubrögðum við tilraunir og framsetningu niðurstaðna

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • þekkja mismunandi gerðir efnahvarfa og segja til um myndefni fellingar- sýru/basa- og oxunar/afoxunarhvarfa
 • reikna mólstyrk og útreikninga tengda honum
 • reikna: innri orkubreytingu, hvarfavarmabreytingar efnahvarfa og myndunarvarma
 • meta breytingar á virkri kjarnhleðslu, atómradíus, jónunarorku og rafeindafíkn eftir stöðu efna í lotukerfinu og áhrif þessara þátta á eiginleika frumefna
 • greina á milli jónatengja- samgildra- og skautaðra samgildra tengja
 • teikna Lewisbyggingu sameinda
 • nota VSEPR líkan til að finna lögun sameinda
 • meta hvort sameindir séu skautaðar
 • framkvæma einfaldar tilraunir og setja fram niðurstöður þeirra á skýran hátt í skýrslu

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • útskýra mismunandi efnahvörf og efnajöfnur
 • nota gögn eins og lotukerfi og varmafræðilegar töflur til upplýsinga
 • leysa af hendi útreikninga hvað varðar styrk lausna og orku í efnahvörfum
 • vinna sjálfstætt og í hóp við lausn og úrvinnslu gagna
 • geta rökstutt og dregið ályktanir út frá þekkingaratriðum áfangans
 • tengja í auknu mæli efnafræði við daglegt líf, umhverfi og við aðrar raungreinar
Til baka