STÆR3HD05

STÆR3HD05 - Heildun og deildarjöfnur, 4. áfangi á raunvísindabraut

Viðfangsefni: Heildun, deildarjöfnur, runur, raðir og þrepun
Lýsing: Aðalefni áfangans er einfaldar deildarjöfnur, flatarmál og rúmmál reiknað með heildun, stofnföll, óákveðin heildi, tengsl heildunar og deildunar, hlutheildun, heildun margliða, vísisfalla og hornafalla, innsetningaraðferðin, runur, raðir og þrepunarsannanir. Nemendur eru hvattir til að vinna saman að lausn verkefna þegar við á og temja sér öguð og góð vinnubrögð.
Forkröfur: STÆR 3MD05

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • heildun helstu falla
 • tengslum heildunar og deildunar
 • tengslum heildunar við flatarmál og rúmmál
 • deildarjöfnum
 • endanlegum og óendanlegum runum og röðum
 • þrepasönnunum

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • finna ákveðin og óákveðin heildi helstu falla
 • heilda með hlutheildun
 • nota innsetningaraðferðina
 • finna lausnir línulegra fyrsta stigs deildarjafna
 • hagnýta deildarjöfnur til þess að gera einsföld líkön af raunverulegum aðstæðum
 • vinna með endanlegar og óendanlegar runur og raðir
 • setja upp og túlka þrepasannanir
 • lesa í stærðfræðilega framsetningu námsefnisins og túlka í ræðu og riti

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • leysa viðfangsefni í heildunar og deildunarreikningi
 • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s.s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta. Unnið verður til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur
 • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
 • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu og stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
 • geta fylgt og skilið röskemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta
Til baka