FORR1FP05

FORR1FP05 - Forritunarmálið Python

Viðfangsefni: Forritunarmálið Python
Lýsing:
Í áfanganum fá nemendur undirstöðuþjálfun í forritun í hlutbundna forritunarmálinu Python Byggð er upp grunnþekking, leikni og færni í forritun til að standa undir forkröfum framhaldsáfanga í forritun. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð í verkefnavinnu. Áfanginn getur hentað nemendum á öllum brautum. Áfanganum verður skipt upp í þrjá spretti og hækkar vægi verkefna eftir sprettum.

Forkröfur: Að þið kunnið að skrifa á lyklaborð.

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • Málfræðireglum Python
 • Byggingareiningum forritunarmálsins Python
 • Skilyrðissetningum
 • Lykkjum
 • Föllum og aðferðum
 • Villumeldingum

 Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • Vinna sjálfstætt
 • Nýta skilaboð frá forritunar umhverfinu til að finna málfræðivillur og stafsetningarvillur í forritum og lagfæra þær.
 • Vinna með grunntýpur í Pyhton
 • Forrita með skilyrðum
 • Búa til forrit sem taka við gögnum frá notanda og skila niðurstöðu

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Vinna sjálstætt úr fyrirmælum um lausnir verkefna.
 • Bera kennsla á vandamál sem hægt er að leysa með forritun..
 • Haldið áfram forritunarnámi sínu og tekist á við þyngri verkefni í framhaldsáfanga.
Til baka