ENSK3KM05

ENSK3KM05 - Kvikmyndir

Viðfangsefni: Kvikmynda læsi og myndmál
Lýsing: Áfanginn byggir á orðaforða, ritun, málfræði, kvikmyndalæsi og tali. Unnið er út frá ákveðnum þemum og verkefnum. Unnið er út frá stigi C1 – C2 skv. Evrópsku tungumálamöppunni. Nemendur einbeita sér að fyrirfram ákveðnum tegundum kvikmynda (action, thriller, horror, adventure, family, comedy, historical, crime, mystery, fantasy, science fiction, og eitt opið val).
Forkröfur: ENSK 2SO05

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • mismunandi tegundum kvikmynda
 • áhrifamætti kvikmynda
 • þeim gildum sem fram koma í kvikmyndum
 • mismunandi málfari kvikmynda.
 • ritun kvikmyndahandrita
 • mismunandi leikstíl mismunandi kvikmyndagerða

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • lýsa skýrt og greinilega mismunandi gerðum kvikmynda á ensku
 • beita kvikmyndlæsi og lýsa myndrænni frásögn kvikmynda s.s. klippingu, hljóði, litum, förðun, búningum o.fl.
 • skrifa um kvikmyndir og rökstyða mál sitt á ensku
 • fjalla á ensku um ritun kvikmynda
 • fjalla á ensku um leik í kvikmyndum 

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • greina félagslegt, sögulegt, menningarlegt og stjórnmálalegt samhengi kvikmynda km
 • greina mismunandi framsetningu kvikmynda
 • fjalla um á ensku hvernig kvikmyndir hafa áhrif á samfélagið
 • meta hvernig kvikmyndir eru gagnrýndar í samfélagslegu samhengi
 • meta hvernig hugmyndafræðileg uppbygging hefur áhrif á kvikmyndir og kvikmyndun
Til baka