LÍFS1FÉ03 (ST)

LÍFS 1FÉ03 (ST) - Félagsfræði 

Viðfangsefni: Samfélagsfræði.
Lýsing: Í áfanganum er fjallað um samtímann út frá málefnum líðandi stundar og hvaða áhrif þau hafa á einstaklinginn í samfélaginu.
Megin markmið áfangans er að nemendur fái innsýn í áhrifamátt atburða líðandi stundar á samfélagið og einstaklinginn.
Forkröfur: Engar
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • leiðum til að geta aflað sér upplýsinga um málefni líðandi stundar
  • mikilvægi upplýstrar umræðu og skoðanaskipta
  • algengustu hugtökum samfélagsumræðunnar
 
Leikniviðmið:  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita gagnrýnni hugsun um málefni líðandi stundar
  • skoða áhrif atburða á einstaklinginn og samfélagið
  • tjá sig um málefni líðandi stundar

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • meta upplýsingar um samfélagsleg málefni líðandi stundar
  • taka þátt í umræðum
  • mynda sér skoðanir
  • meta áhrifamátt samfélagslegrar umræðu