LÍFS1JS03 (ST)

 

LÍFS 1JS03 (ST) - Jákvæð sjálfsmynd, samskiptahæfni og samvinna 

Viðfangsefni: Samskiptahæfni, samvinna, tilfinningaþroski og jákvæð sjálfsmynd.
Lýsing: Áhersla verður lögð á að efla samskiptahæfni nemenda og samvinnu þeirra á milli. Stuðlað verður að því að nemendur efli tilfinningaþroska sinn, auki sjálfsþekkingu sína og byggi upp jákvæða sjálfsmynd. Nemendur fá þjálfun í að tjá hugsanir sínar, skoðanir og tilfinningar. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni sem stuðla að uppbyggilegum samskiptum, samkennd og samvinnu. Lögð verður áhersla á kurteisi og gagnkvæma virðingu.
Forkröfur: Engar
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • algengum samskiptareglum
 • mikilvægi þess að koma skoðunum sínum á framfæri
 • að fólk er mismunandi og getur haft ólíkar skoðanir
 • að hegðun og framkoma hefur áhrif á aðra
 • mikilvægi þess að vera kurteis og sýna virðingu
 • mikilvægi sveigjanleika í samvinnu
 
Leikniviðmið:  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • beita algengum samskiptareglum við mismunandi félagslegar aðstæður
 • tjá skoðanir sínar og tilfinningar á uppbyggilega hátt
 • gera sér grein fyrir að eigin framkoma hefur áhrif á aðra
 • virða og taka tillit til annarra
 • nota hvatningu og hrós
 • vinna með öðrum að sameiginlegu verkefni
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • lesa í aðstæður og beita viðeigandi samskiptareglum
 • mynda sér sjálfstæðar skoðanir og tjá þær
 • sýna ábyrga framkomu
 • hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
 • takast á við samvinnuverkefni