LÍFS1VE03 (ST)

LÍFS 1VE03 (ST) - Valdefling 

Viðfangsefni: Valdefling.
Lýsing: Áhersla er á lýðræði og mannréttindi.  Farið verður í hugtökin lýðræði, jafnrétti og mannréttindi og hvernig þessi hugtök birtast í samfélagi nútímans hjá fólki með fötlun. Sérstök áhersla verður lögð á valdeflingu (empowerment). Fjallað er um réttindagæslu fatlaðra og hvernig hún nýtist nemendum.  Fjallað er sérstaklega um samning Sameinuðu Þjóðanna um málefni fólks með fötlun.
Forkröfur: Engar
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • lýðræði og hvað það felur í sér
 • jafnrétti og hvað það felur í sér
 • mannréttindum og hvað það felur í sér
 • réttindagæslu og hvað hún felur í sér
 • hvaða réttindagæslumaður er á svæði nemandans
 
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • átta sig á birtingarmyndum lýðræðis fyrir sig sem einstakling
 • átta sig á birtingarmyndum jafnréttis fyrir sig sem einstakling
 • átta sig á birtingarmyndum mannréttinda fyrir sig sem einstakling
 • átta sig á hvað valdefling þýðir fyrir einstaklinginn
 • leita eftir aðstoð réttindagæslumanns
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:​
 • geta metið eigin stöðu í samfélaginu út frá mannréttindum, lýðræði og jafnrétti 
 • taka afstöðu til málefna sem varða fólk með fötlun í samfélaginu
 • meta hvenær um misrétti er að ræða á milli fatlaðra og ófatlaðra
 • vita við hvaða aðstæður þarf að leita aðstoðar réttindagæslumanns á sínu svæði