NÁTV1EE03 (ST)

NÁTV 1EE03 (ST) - Eðlis- og efnafræði 

Viðfangsefni: Byggt á efnum og eðli hluta, verkegir tímar.
Lýsing: Viðfangsefni áfangans verða byggð bæði á efnum og eðli hluta. Tímarnir eru verklegir og ein tilraun gerð í hverjum tíma. Nemendur kynnast því hvernig  tilraunir eru framkvæmdar  og þjálfast  í vinnubrögðum sem tengjast framkvæmd þeirra.  Verkefnin verða tengd umhverfi nemenda með það fyrir augum að auka áhuga þeirra og kynna þeim mikilvægi þekkingar á eðlis- og efnafræði í daglegu lífi.
Forkröfur: Engar
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • hvar og hvenær eðlis- og efnafræði kemur við sögu í daglegu lífi
 • grundvallarvinnubrögðum við tilraunir í efna- og eðlisfræði
 • efnum og eðli efna sem nýtt eru við tilraunir
 
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • grundvallarvinnubrögðum við tilraunir í efna- og eðlisfræði
 • nota viðeigandi tæki og áhöld við einfaldar tilraunir
 • setja upp og framkvæma verklegar æfingar/tilraunir
 • vinna úr niðurstöðum
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • tengja verklegar æfingar/tilraunir við daglegt líf og umhverfi
 • nýta sér eðlis- og efnafræði í hinu daglega lífi
 • koma niðurstöðum tilrauna á framfæri á einfaldan hátt
 • draga ályktanir og útskýra út frá niðurstöðum verklegra æfinga
 • umgangast efni og eðli þeirra á ábyrgan hátt