SAGA1SÍ03 (ST)

SAGA 1SÍ03 (ST) - Íslandssaga  

Viðfangsefni: Merkir atburðir í Íslandssögunni frá síðari hluta sautjándu aldar fram að lýðveldisstofnun.
Lýsing: Áfanganum er ætlað að efla vitund nemenda um sögu lands og þjóðar og hvernig sagan hefur mótað samfélag nútímans. Í áfanganum er áhersla lögð á að skoða ákveðna þætti Íslandssögunnar frá lokum sautjándu aldar fram að stofnun lýðveldissins. Lögð er áhersla á atburði, einstaklinga og náttúrufar sem mótuðu söguna á þessu tímabili.
Lögð verður áhersla á að nýta upplýsingatækni og margmiðlunarefni til heimildaöflunar og verkefnavinnu.
Forkröfur: Engar
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:​​
 • þeim atburðum sem fjallað er um og þýðingu þeirra í sögu landsins
 • sögulegri þróun tímabilsins og þeim viðburðum sem fjallað er um
 • hvernig þróunin mótar samfélag nútímans
 • hugtökum tengdum efninu
 
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:· 
 • aflað sér heimilda um viðfangsefnið
 • nýta þekkingu sína til frekari þekkingarleitar
 • nota leitarvefi í upplýsingaleit
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: 
 • taka þátt í umræðum um íslenska sögu og einstaka atburði
 • tengja þekkingu sína á viðfangsefninu við samfélag nútímans
 • tengja þekkingu sína á viðfangsefninu við leik og störf í daglegu lífi
 • átta sig á tengslum sögunnar við mótun samfélagsins 
 • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
 • leita frekari þekkingar á viðfangsefninu
 • koma þekkingu á framfæri með fjölbreyttum hætti