STÆR1GS05 (ST)

STÆR 1GS05 (ST) - Grunnaðgerðir  stærðfræðinnar 

Viðfangsefni: Þjálfun í grunnaðgerðum stærðfræðinnar, hugtakaþjálfun, tímatal.
Lýsing: Áhersla er lögð á hugtaka- og talnaskilning ásamt þjálfun í grunnaðgerðum stærðfræðinnar þ.e. samlagningu, frádrátt, margföldun og deilingu. Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar tileinkað sér. Unnið verður sérstaklega með tímahugtök og tímatal. Áhersla er lögð á að nýta upplýsingatækni í stærðfræði.  
Forkröfur: Engar
 
Þekkingarviðmið: Nemandinn skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • grunnaðgerðum stærðfræðinnar
 • grunnhugtökum stærðfræðinnar
 • möguleikum ýmissa hjálpar- og snjalltækja  
 • klukkunni
 • tímatali
 
Leikniviðmið: Nemandinn skal hafa öðlast leikni í að:
 • beita viðeigandi aðgerðum og nota þær á réttan hátt
 • nota hjálpar- og snjalltæki við lausn viðfangsefna
 • nota klukku og tímatal
 
Hæfniviðmið: Nemandinn skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • nýta sér grunnaðgerðir stærðfræðinnar í daglegu lífi
 • nýta sér hjálpar- og snjalltæki við daglegar athafnir
 • nýta sér klukku og tímatal í daglegu lífi og starfi