UPPT1MM03 (ST)

 

UPPT 1MM03 (ST) - Margmiðlun 

Viðfangsefni: Margmiðlun.
Lýsing: Í áfanganum kynnast nemendur grundvallaratriðum margmiðlunar og upptöku bæði á mynd og hljóði.  Aðal áhersla er lögð á skapandi vinnu í verkefnum sem krefjast persónulegrar nálgunar. Markmið áfangans er að nemendur nýti kunnáttu sína í margmiðlun til að vinna sjálfstæð verkefni undir leiðsögn kennara.  Áhersla er lögð á að undirbúa upptöku, tímaramma og umhverfi við upptöku á hljóði og jafnframt sjónarhorn og lýsingu við upptöku á mynd. Nemendur kynnast þeim möguleikum sem fólgnir eru í að endurraða fyrirliggjandi efni með klippingu og vinna með klippiforrit á eigin efni, en gera jafnframt fjölbreyttar tilraunir með fundið efni, t.d. af netinu.   Áfanganum lýkur með sjálfstæðu verki þar sem nemendur velja sér efnivið og miðil sem hentar hugmyndum þeirra og áhugasviði.
Forkröfur: Engar
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • upptökutækjum, klippiforritum og stafrænum miðlum fyrir myndband og hljóð 
  • vinnuferli við gerð myndbands og hljóðverka
  • tímanum sem lykilþætti í myndbands- og hljóðverki
 
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:·        
  • skipuleggja, taka upp og klippa myndbandsverk og ganga frá til sýningar í viðeigandi forriti
  • skipuleggja, taka upp og klippa umhverfishljóð og vinna svo úr verði sjálfstætt hljóðverk
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:hanna einfaldan vef:
  • nýta sér stafræna miðla með skapandi og persónulegum hætti   
  • undirbúa og gera stutt myndband þar sem hljóð og mynd eru hugsuð sem heild
  • vinna með hljóð sem hluta af myndbandi en líka sem sjálfstætt verk