UPPT1VL03 (ST)

UPPT 1VL03 (ST) - Vefsíðugerð og ljósmyndun 

Viðfangsefni: Vefsíðugerð og ljósmyndun.
Lýsing: Áfanginn byggist á að nemendur tengi saman vefsíðugerð annars vegar og myndvinnslu hins vegar.  Nemendur setja upp einfalda vefsíðu og kynnast helstu verkfærum til þess og einnig undirstöðu atriðum í ljósmyndun og myndvinnslu.  Áhersla verður lögð á að nemendur vinni ljósmyndaefni að eigin vali inn á vefsíður sem þeir hafa sett upp.  
Forkröfur: Engar
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • skipulagningu og hönnun vefsíðna
 • undirstöðuatriðum í ljósmyndun og myndvinnslu
 • helstu verkfærum sem notuð eru við almenna myndvinnslu
 • höfundarétti mynda
 • verkfærum sem eru notuð til að búa til vefsíður
 • viðmótshönnun, uppbyggingu og skipulagi vefsíðna
 • notagildi stílsniða í hönnun vefs
 • tengimöguleikum vefsíðna við gagnagrunnskerfi
 
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • nota myndvinnslu fyrir vef
 • nýta sér verkfæri til myndvinnslu
 • skipuleggja vef
 • hanna vefsíður
 • vinna með ólík myndsnið, litakerfi og upplausn mynda
 • vista og ganga frá myndum fyrir vefsíðu og prentun
 • lagfæra og breyta myndum
 • skipuleggja vefsíður til að koma efni til skila á áhrifaríkan hátt
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:hanna einfaldan vef:
 • meðhöndla myndefni fyrir vef
 • setja saman og lagfæra myndir í myndvinnsluforritum
 • koma efni og myndum á framfæri á vefsíðu
 • viðhalda og breyta eldri vefsíðum og koma nýju efni inn
 • gera einfalda hugmynd að vel útfærðri vefsíðu
 • hanna viðmót á vefsíðum
 • setja upp og skipuleggja vefsíður