LÍST1LS03 (ST)

LÍST 1LS03 (ST) - Lífsstíll 

Viðfangsefni: Lífsstíll, almennt.
Lýsing: Innihald áfangans er breytilegt frá önn til annar og tekur mið af óskum og væntingum þeirra nemenda sem eru skráðir í áfangann hverju sinni. Mikilvægi gefandi og heilbrigðra samskipta eru til umfjöllunar og nemendur hvattir til að skoða styrleika sína og ræða þá auk þess sem fjallað er um mikilvægi hreyfingar og hollrar fæðu. Grunnatriði daglegrar umhirðu húðar og líkama eru til umfjöllunar, einnig verður rætt um skaðsemi tóbaks og vímuefna. 
Forkröfur: Engar
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • mikilvægi sjálfsábyrgðar
 • jákvæðum áhrifum hreyfingar á líkamann
 • eigin styrkleikum
 • fjölbreyttum leiðum sem hægt er að fara til að bæta eigin heilsu og úthald
 • áhrifum hollra neysluvenja á heilsu og úthald
 • áhrifum staðalímynda á líkamsvitund
 
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:·        
 • greina hvað telst hollur og góður lífsstíll og hvað ekki
 • meta helstu þætti góðs lífsstíls
 • nýta sér upplýsingar úr umhverfinu
 • bera virðingu fyrir eigin skoðunum og annarra
 • taka þátt í umræðum og tjá eigin skoðanir
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • styrkja sjálfsmynd sína
 • skynja hvað þarf til að bæta samskipti við aðra
 • tileinka sér heilsusamlegan lífstíl
 • vera meðvitaður um styrkleika sína á jákvæðan og uppbyggilegan hátt
 • tjá eigin skoðanir um málefni áfangans