LÍST1NH03 (ST)

LÍST 1NH03 (ST) - Núvitund og hamingjan 

Viðfangsefni: Aðferðir jákvæðrar sálfræði og núvitund.
Lýsing: Fjallað er um aðferðir jákvæðrar sálfræði og núvitund. Nemendur kynnast jákvæðri sálfræði sem og hvernig þeir geta nýtt aðferðir hennar og bjargráð í daglegu lífi, þeim til aukinnar vellíðunnar. Megin áhersla er lögð á hagnýtar aðferðir og að nemendur taki virkan þátt í æfingum og verkefnum sem bæta líðan, sjálfsmynd og velferð þeirra. Innihald áfangans er breytilegt frá önn til annar og tekur mið af þeim hópi nemenda sem er skráður í áfangann hverju sinni. Lögð er áhersla á að auka þekkingu nemandans þannig að hann öðlist hæfni til að iðka núvitund á eigin forsendum.

Forkröfur: Engar

 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • núvitund og hvernig er hægt að þjálfa hugann til að upplifa meiri samkennd, velvild og jafnaðargeð
 • mikilvægi þess að vera sáttur við sjálfan sig
 • mikilvægi hollra lífshátta fyrir sjálfsmyndina
 • mismunandi leiðum í samskiptum og samstarfi
 • mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar og sjálfsvitundar
 
Leikniviðmið:  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:·        
 • iðka núvitundaræfingar
 • eiga góð samskipti við aðra í mismunandi aðstæðum
 • halda og efla einbeitingu
 • þekkja sjálfan sig
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • gera sér grein fyrir mikilvægi jákvæðni og samkenndar
 • geta nýtt sér núvitund til að vera meðvitaður um hugsanir sínar
 • gera sér grein fyrir eigin sjálfsmynd og vera sáttur við hana
 • styrkja sjálfsmynd sína
 • vera umburðarlyndur gagnvart mismunandi einstaklingum
 • lifa í núvitund og geta útskýrt hvað það er
 • upplifa samkennd og velvild