SKAP 1HV03 (ST) - Skapandi greinar - handverk
Viðfangsefni: Handverk.
Lýsing: Innihald áfangans er breytilegt frá önn til annar og tekur mið af þeim hópi nemenda sem er skráður í áfangann hverju sinni. Lögð er áhersla á að nemandinn auki þekkingu og leikni tengda viðfangsefninu og öðlist hæfni í að meðhöndla verkfæri, áhöld og mismunandi efni í tenglum við þau. Vandvirkni og sjálfstæði vinnubrögð eru í forgrunni. Meðal viðfangsefna áfangans eru t.d. endurvinnsla gamalla muna, smíðar, hannyrðir, þrívíð myndlist, nytjahlutir o.fl.
Forkröfur: Engar
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mismunandi hráefnum
- mismunandi verkfærum og áhöldum
- grunnatriðum í völdu handverki
- ólíkum aðferðum við sköpun
- frágangi á verkefnum
- umgengni við þau verkfæri sem notuð eru
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:·
- nota grunnaðferðir í ýmsu handverki
- beita þeim verkfærum og áhöldum sem við eiga hverju sinni
- vinna með mismunandi leiðir til að skapa
- vinna frá hugmynd til lokaafurðar
- nýta sér mismunandi hráefni í vinnslu nytjahluta eða myndverks
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- vinna á persónulegan hátt með eigin hugmyndir
- bera virðingu fyrir eigin hugmyndum og annarra
- sýna frumkvæði og skapandi nálgun í verkum sínum
- vinna verk með mismunandi aðferðum
- nota fjölbreytt hráefni í nytjahluti og myndverk
- geta útfært hugmynd sína í unnin hlut
- vanda frágang og vinnubrögð