SKAP1SL03 (ST)

SKAP 1SL03 (ST) - Skapandi greinar - Sviðslistir 

Viðfangsefni: Sviðslistir í víðum skilningi.
Lýsing: Innihald áfangans er breytilegt milli anna og tekur mið af þeim hópi nemenda sem er skráður í áfangann hverju sinni. Lögð er áhersla á að nemandinn auki þekkingu og leikni tengda því viðfangsefni sem verður fyrir valinu hverju sinni. Viðfangsefni geta t.d. verið kynning á fjölbreyttri tónlist, tónlistarflutningur, sviðslistir, hæfileikakeppni starfsbrauta, framsögn, tjáning, persónusköpun, taktur og hrynjandi.
Forkröfur: Engar
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • fjölbreytni tónlistar
  • fjölbreytni tjáningar í sviðslistum
  • mikilvægi þess að sýna virðingu þegar aðrir tjá sig
 
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:·        
  • gera sér grein fyrir fjölbreytni tónlistarstefna
  • gera sér grein fyrir fjölbreytni sviðslista
  • hlusta og fylgjast með af virðingu þegar aðrir tjá sig
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • leggja sjálfstætt mat á sviðslistir
  • kynnast fjölbreyttum sviðslistum og tónlist
  • nýta sér fjölbreytta listsköpun til að auka lífsgæði sín