DANS1TO05

DANS 1TO05 - Tjáning og orðaforði 

Viðfangsefni: Tjáning og orðaforði. Þemu: Ferðalög og ungmenni. Unnið markvisst með orðaforða bæði í ritun, hlustun og tali. Smásögur lesnar. Hnykkt á grunnatriðum málfræði. Framburður bættur. 
Lýsing: Nemandinn öðlist nokkra færni í gegnum þematengda texta. Unnið með grunnþættina fjóra, lestur, hlustun, ritun og talað mál. Upprifjun á grunnþáttum málfræði. 
Forkröfur: Hæfnieinkunn  C+  við lok grunnskóla eða staðist áfangann DANS1GR05

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • orðaforða og málbeitingu tengdum þemum áfangans.
 • samskiptavenjum
 • helstu grundvallarþáttum málkerfisins
 • helstu framburðarreglum í dönsku
Leikniviðmið:  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • rita samfellda texta um fjölbreytt efni
 • skilja lengri texta um ýmis málefni
 • tjá sig munnlega um efni tengd þemum áfangs svo og almenn efni
 • geta skilið í grófum dráttum aðalatriði í útvarps- og sjónvarpsþáttum um málefni líðandi stundar
 • segja sögu eða segja frá söguþræði í bók/kvikmynd og ígrunda eigin skoðun
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • tjá sig í ræðu og riti um almenn efni en einnig sértæk efni áfangans 
 • fylgjast með sjónvarps- og útvarpsfréttum um ýmis efni
 • skilja texta um almenn efni en einnig sértæk efni áfangans
 • nota upplýsingatækni