ENSK 2HF05 - Hagnýtur orðaforði
Viðfangsefni: Hagnýtur orðaforði, ritun, málfræði og lestur þyngri texta
Lýsing: Áhersla á aukinn hagnýtan orðaforða, ritun, munnlega færni og lestur þyngri texta. Minni áhersla er á málfræði en helstu atriði rifjuð upp í gegnum ýmis verkefni. Unnið er í verkefnalotum með ákveðin þemu í senn. Áfanginn er undirbúningur fyrir aukna áherslu á fagorðaforði og því byrjað að leggja inn grunn að fagorðaforða (academic vocabulary). Áfanginn er á stigi B2 skv. Evrópsku tungumálamöppunni.
Forkröfur: Nemandi skal hafa lokið grunnskólaprófi með einkunn B, B+ eða A, eða staðist undanfara ENSK1MF05.
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu hefðum um ritað mál
- þverfaglegum orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins
- munnleg og skrifleg færni sem mætir hæfniviðmiðum þrepsins
- ólíkum viðhorfum, gildum, siðum og venjum sem móta menninguna þar sem tungumálið er talað
- grundvallarþáttum málkerfisins
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- lestri ýmis konar texta
- mismunandi lestraraðferðum
- að tjá sig hnökralaust um málefni sem nemandinn hefur kynnt sér og undirbúið
- skrifa formlega og óformlega texta
- að tjá sig skýrt, munnlega og skriflega
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skilja daglegt mál hvort sem hann þekkir umræðuefnið eða ekki
- taka þátt í skoðanaskiptum
- fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu
- geta útskýrt sjónarmið varðandi efni sem er ofarlega á baugi og rakið ólík rök með og á móti þeim
- fylgja mismunandi rithefðum