ENSK4MS05

ENSK 4MS05 - Skapandi skrif 

Viðfangsefni: Skapandi skrif, nemendur fá innsýn í ólíkar rithefðir í skapandi skrifum. Nemendur lesa og þjálfa sig í að skrifa texta  frá eigin brjósti, ljóð, smásögur og leikrit og rýna í eigin verk og annarra. 
Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á skapandi skrif, lestur á ólíkum bókmenntaformum og umræðum um verkin. Nemendur fá tækifæri til að æfa ólík form skáldskapar og ritunar undir leiðsögn. Nemendur lesa valda texta sögur, leikrit ,ljóð ásamt því að reyna sjálf við ólík form skáldskapar.
Forkröfur: 10 einingar í ensku á 3.þrepi
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • ólíkum bókmenntaformum, smásögum, leikritum og ljóðum á ensku
 • hvernig höfundar nýta mismunandi bókmenntaform á ólíkan hátt
 • hefðum sem eiga við varðandi hvert form fyrir sig,þekkja möguleika þess og takmarkanir
 • helstu einkenni stílbragða í bókmenntatexta
 • helstu stefnum í bókmenntum
Leikniviðmið:  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • greina ólík ritform
 • greina ólík stílbrögð í bókmenntaverkum
 • skilja og ræða á gagnrýnin hátt flókinn bókmennta texta á ensku
 • geta tekið þátt í uppbyggjandi samræðum um eigin verk og annarra nemanda á ensku
 • geta tekið þátt í samræðum um verk lesinna höfunda á ensku
 • geta skrifað texta, sögur og frásagnir frá eigin brjósti
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • geta lesið  sér til gagns og ánægju ólík bókmenntaverk á ensku
 • geta skrifað á ensku eigin verk og beitt ólíkum  rithefðum 
 • átta sig á mismunandi málsniði og stíl og undirliggjandi viðhorfum þess sem talar hverju sinni
 • skrifa og setja fram eigin texta á ensku hnökralaust 
 • geta tekið þátt í umræðum á ensku um eigin ritverk og annarra