FRAN2BL05

FRAN 2BL05 - Bókmenntir og listir, 5. áfangi í frönsku

Viðfangsefni: Bókmenntir, menning og listir
Lýsing: Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun og orðaforði aukinn jafnt og þétt. Bætt er við málfræði eftir þörfum. Áfanginn er að mestu þematengdur, þar sem samfélag, menning og listir koma mikið við sögu. Lesnar eru smásögur og/eða ljóð og ein skáldsaga og farið er dýpra í texta en í fyrri áföngum. Nemendur vinna nokkur sjálfstæð verkefni, bæði munnleg og skrifleg og þjálfast í að miðla þeim fróðleik sem þeir afla sér til annarra nemenda í áfanganum. Kvikmyndir og annað hljóð- og myndefni er notað í kennslunni eftir föngum. Í áfanganum er leitast við að nemendur fái aukin tækifæri til að tjá sig í tali og ritun og reynt er að miða verkefnaval sem mest við áhugasviði þeirra.
Forkröfur: FRAN 2MÞ05
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • fjölbreyttum og sérhæfðari orðaforða í samræmi við hæfni- og leikniviðmið áfangans
 • notkun frönskunnar til að mæta hæfniviðmiðum áfangans bæði munnlega og skriflega
 • öllum helstu reglum um framburð, áherslur og hljómfall málsins
 • helstu hefðum um uppsetningu ritaðs máls
 • lista- og menningarsögu Frakklands og áhrifum hennar í alþjóðlegu samhengi
Leikniviðmið:  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • skilja talað mál um efni af fjölbreyttari toga en áður
 • skilja margs konar lengri samfellda texta í tengslum við þema áfangans
 • taka þátt í samræðum um undirbúin og óundirbúin efni og beita málfari við hæfi af meira öryggi en áður
 • skrifa lengri samfellda texta m.a. um bókmenntir og menningartengt efni
 • tjá sig á skýran hátt um efni sem hann hefur undirbúið og beita helstu reglum um málnotkun á viðeigandi hátt
 • nota sjálfstæð og viðeigandi vinnubrögð við tungumálanámið
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • skilja aðalatriði í daglegu máli, svo sem samræður og fjölmiðlaefni
 • skilja megininntak erinda og rökræðna ef hann þekkir vel til efnisins
 • tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt
 • lesa bókmenntatexta og fræðsluefni sér til gagns og gamans
 • ræða við aðra af nokkru öryggi um efni sem hann þekkir vel til með fjölbreyttari orðaforða en áður
 • taka þátt í skoðanaskiptum um málefni sem hann þekkir og færa rök fyrir máli sínu
 • skrifa margs konar texta um margbreytileg efni og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við
 • njóta franskrar sögu og menningar og átta sig á tengslum við eigin menningu