SPÆN 2MÍ05 - Menning og íþróttir, 4. áfangi í spænsku
Viðfangsefni: Samfélagið og menning Spánar, lestur, ritun, hlustun, munnleg tjáning
Lýsing: Í þessum áfanga læra nemendur enn meir um þjóðfélög og málefni líðandi stundar í hinum spænskumælandi heimi. Nemendur fá þjálfun í að segja skoðun sína, segja frá og ræða þessa þætti. Nemendur fá innsýn inn í spennandi afþreyingarmöguleika. Þeir fá þjálfun í að setja sig í spor annarra og segja frá ímynduðum aðstæðum í ræðu og riti. Þeir læra að tjá ósk, boð, bönn, beiðni og skipun. Lesnir eru fjölbreyttir textar til að byggja enn frekar upp orðaforða í tungumálinu. Lögð er áhersla á munnlega tjáningu og fjölbreytta hlustun og áhorf.
Forkröfur: SPÆN 1ME05
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- grunnþekkingu á þjóðfélögum í hinum spænskumælandi heimi
- mismunandi afþreyingu í löndum þar sem spænska er töluð
- hátíðum, stöðum, og fái innsýn inn í hvað hægt er að gera á Spáni og í öðrum spænskumælandi löndum
- öllum grundvallaratriðum spænskrar málfræði
- fjölbreyttum orðaforða
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skrifa samfelldan texta um efni sem hann þekkir með þeim orðaforða sem um ræðir og nota viðeigandi málfar
- skilja aðalatriði í hlustun s.s. sjónvarpsefni, útvarpsefni eða annars konar hlustun sem talað er með mismunandi hreim
- lesa og skilja margskonar gerðir texta
- tjá sig við flestar aðstæður sem geta komið upp á ferðalagi
- fjalla um samfélag líðandi stundar s.s. vandamál, menningu, hefðir og siði
- tjá sig skýrt og beita málfari við hæfi á þeim málefnum sem hann hefur kynnt sér
- nýta markvisst hjálpargögn við námið s.s. orðabækur og ýmiss smáforrit
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skilja daglegt mál ef hann þekkir umræðuefnið
- tileinkað sér efni ritaðs texta og hagnýta á ýmsan hátt
- leysa ýmis mál sem upp koma í samskiptum og haga orðum sínum í samræmi við aðstæður
- taka þátt í skoðanaskiptum og geta sagt álit sitt við margskonar aðstæður
- geta talað og fjallað um afþreyingarmöugleika og þjóðfélagsmál sem eru ofarlega á baugi og sagt sitt álit á efninu