SPÆN2RA05

SPÆN 2RA05 - Rómanska  Ameríka, 5. áfangi í spænsku

Viðfangsefni: Lestur, ritun, hlustun, munnleg tjáning, endursögn og þýðingar, málfræði
Lýsing: Upprifjun á öllum helstu atriðum spænskrar málfræði og úrvinnsla úr þeim. Nemendur lesa texta af menningarlegum- , sögulegum og bókmenntarlegum toga sem tengjast Rómönsku Ameríku. Einnig er fréttatengt efni lesið til að fylgast með málefnum líðandi stundar sem nemendur velja sjálfir í tengslum við áhugasvið sitt.  Kvikmyndir frá álfunni eru teknar fyrir. Endursagnir eru þjálfaðar í ræðu og riti og nemendur þjálfaðir í að segja frá atburðum og setja fram og verja skoðanir sínar.
Forkröfur: SPÆN 2MÍ05
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • mismunandi framburði hinna mörgu málsvæða spænskunnar
 • helstu menningarþáttum og landsháttum ýmissa landa Rómönsku Ameríku
 • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna í þeim löndum þar sem tungumálið er notað og geti tengt þau eigin samfélagi og menningu
 • fjölbreyttum og sértækum orðaforða
 • helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls, s.s greinamerkjasetningu
 
Leikniviðmið:  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • skilja venjulegt talmál með mismunandi framburði um efni sem hann þekkir og tengist málefnum er varða samfélagsleg og menningarleg málefni líðandi stundar
 • skilja vel umfjöllunarefni í fréttum og öðru margmiðlunarefni
 • skilja og lesa greinar sem tengjast vandamálum samtímans þar sem koma fram ákveðin viðhorf og skoðanir
 • taka virkan þátt í samræðum og samskiptum um margskonar efni og beita málfari við hæfi
 • gefa skýra lýsingu á ýmsum hlutum sem tengjast áhugasviði, útskýra skoðanir sínar á málefnum sem eru ofarlega á baugi og lýsa bæði kostum og göllum við mismunandi valkosti
 • skrifa skýra og nákvæma texta formlega og óformlega og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • skilja daglegt mál, svo sem fjölmiðlaefni og samræður hvort sem hann þekkir umræðuefnið eða ekki.
 • tileikna sér efni ritaðs máls og hagnýtt sér það á ákveðinn hátt
 • lesa á milli lína og átta sig á dýpri merkingu texta
 • leysa ýmis mál sem upp koma í samskiptum og haga orðum sínum í samræmi við aðstæður, taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og geta haft frumkvæði í samræðum og brugðist við óvæntum spurningum og athugasemdum
 • miðla þekkingu sinni á tiltölulega skýran hátt skriflega um sérvalið efni frá eigin brjósti þar sem hugmyndaflug getur fengið að njóta sín
 • útskýra sjónarmið varðandi efni sem er ofarlega á baugi og rakið ólík sjónarmið bæði með og á móti    
 • beita tungumálinu af tiltölulega mikilli nákvæmni við margs konar aðstæður
 • fjalla um menningu og sögu landa Rómönsku Ameríku, setja fram skoðun sín og rökstyðja hana