FÉLA2AB05

FÉLA 2AB05 - Afbrotafræði 

Viðfangsefni: Afbrotafræði, hugtök, kenningar, flokkun afbrota, afbrotahegðun og refsing
Lýsing: Áfanginn er inngangur að afbrotafræði.  Farið er í sögu greinarinnar og nokkrum helstu hugtökum og kenningum gerð skil. Áhersla er lögð á afbrotahegðun og refsingar m.a. í tengslum við lagskiptingu og menningarkima. Lögð er áhersla á að nemendur geti kafað undir yfirborðið og greint á gagnrýninn hátt þau mál sem efst eru á baugi í samfélagsumræðunni hverju sinni með tilliti til gilda og viðmiða samfélagsins en umfjöllun um afbrot og afbrotamenn endurspeglar ríkjandi siðferðisgildi í samfélaginu.
Forkröfur: Engar
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • helstu kenningarlegu sjónarhornum afbrotafræðinnar
 • helstu hugtökum afbrotafræðinnar
 • helstu flokkum afbrota
 • upphafi og sögu afbrotafræðinnar og staðsetningu greinarinnar í fræðasamfélaginu
 
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • greina einstök mál tengd afbrotum út frá kenningum  afbrotafræðinnar
 • beita helstu hugtökum og kenningum greinarinnar
 • greina mismunandi tegundir afbrota út frá ólíkum sjónarhornum
 •  
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • leita heimilda, leggja mat á þær og vísa rétt í þær
 • greina tengsl menningar og afbrota
 • tengja umræðu fjölmiðla um afbrot við sjónarhorn afbrotafræðinnar