HÁMA1HV02

HÁMA 1HV02 - Heilbrigði og velferð, 3. áfangi

Viðfangsefni: Núvitund, líðan og sjálfsmynd
Lýsing: Áfanginn miðar að því að vinna að heilbrigði og velferð nemenda. Unnið er með núvitund og nemendum kenndar æfingar sem miða að því að auka einbeitingu, athygli og seiglu til að nýta sér í námi og starfi. Einnig er í áfanganum lögð áhersla á leiðir sem stuðla að  vellíðan með því að kenna nemendum aðferðir til að  styrkja sjálfsmyndina og sjálfsálitið.  Verkefni áfangans byggja á núvitundaræfingum,heimsóknum og dagbókarskrifum. 
Forkröfur: HÁMASM02
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • núvitund og áhrifum hennar á athygli og einbeitingu
 • þeim þáttum sem hafa áhrif á sjálfsmynd einstaklinga
 • mikilvægi góðrar sjálfsmyndar
 • tengslum sjálfstjórnar og  ákvarðanatöku
Leikniviðmið:  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • framkvæma einfaldar núvitundaræfingar
 • greina eigin styrkleika
 • beita aðferðum sem miða að því að styrkja sjálfsmyndina
 • róa hugann til að auka sjálfstjórn og athygli

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • nýta sér  núvitundaræfingar til að róa hugann, auka einbeitingu  og athygli
 • taka yfirvegaðar ákvarðanir með eigin velferð að leiðarljósi
 • taka ábyrgð á eigin andlegri og líkamlegri heilsu
 • auka úthald til að hámarka eigin námsárangur