HÁMA1SÁ02

HÁMA 1SÁ02 - Samfélagsleg ábyrgð, 4. áfangi

Viðfangsefni: Samfélag, mannréttindi,lýðræði, jafnrétti sjálfboðaliðastörf
Lýsing: Í áfanganum er fjallað um samfélagslega ábyrgð og jafnrétti í víðum skilningi. Hugtökin: lýðræði, jafnrétti og mannréttindi eru skoðuð og nemendur látnir velta fyrir sér hvernig hægt er að koma skoðunum sínum á framfæri. Auk þess kynna nemendur sér sjálfboðaliðastörf sem unnin eru á Íslandi og fá tækifæri til að vinna í þágu góðgerðarstarfs og láta gott af sér leiða.
Forkröfur: HÁMA1HV02
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • lýðræðislegum skyldum sínum sem þjóðfélagsþegn
 • mikilvægi jafnréttis
 • því hvað felst í sjálfboðastörfum og mikilvægi þeirra fyrir samfélagið
 • mannréttindum og stöðu minnihlutahópa
 • mikilvægi þess að vera virkur og taka aftstöðu 
 • mikilvægi þess að hafa áhrif og geta beitt sér í samfélaginu
 
Leikniviðmið:  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • starfa með aðilum utan skólans að góðgerðarmálum
 • koma skoðunum sínum á framfæri, taka afstöðu og beita sér fyrir ákveðið málefni
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • vera ábyrgur í afstöðu sinni til samfélagslegra málefna
 • greina málefni sem bæta þarf í samfélaginu
 • taka afstöðu og beita sér í þágu góðgerðarmála á uppbyggjandi hátt