SAGA1MS05

SAGA 1MS05 - Merkisviðburðir sögunnar 

Viðfangsefni: Fjallað um valda merkisviðburði sögunnar
Lýsing: Áfanginn er verkefnamiðaður inngangsáfangi um sögu mannskyns. Fjallað verður um nokkra af merkustu viðburðum sögunnar.  Sem dæmi mætti nefna tunglferðirnar, ríki Spartverja og Jörund hundadagakonung.
Forkröfur: Engar
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • nokkrum af lykilviðburðum sögunnar bæði á heimsvísu og á Íslandi
 • sögulegum fyrirbærum út frá forsendum hvers tíma og sjái tengsl þeirra við nútíma
 • sögulegri þróun og ólíkum menningarheimum
 
Leikniviðmið:  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • beita sagnfræðilegum vinnubrögðum
 • afla heimilda á netinu og á bókasafni
 • skrá heimildir
 • skrifa eigin texta út frá fræðilegum heimildum
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • bera saman sögulegan tíma og nútíma
 • rýna í texta og myndir á gagnrýninn hátt
 • meta áreiðanleika heimilda
 • taka eigin afstöðu út frá sögulegum heimildum og rökstyðja skoðun sína.