SAGA 2RS05 - Rætur samtímans
Viðfangsefni: Íslands- mannkyns- og samtímasaga
Lýsing: Nútíminn er til umfjöllunar. Málefni samtímans eru til umfjöllunar og sögulegar rætur þeirra eru kannaðar. Skipulag áfangans fer þannig fram að nemendur fylgjast með því sem er í fréttum hverju sinni á erlendum og innlendum vettvangi, kynna sér málefnið og rannsaki sögulegar rætur málefnisins. Nemendur munu fást við að spyrja spurninga um málefni samtímans sem svarað verður með rannsókn á fortíðinni. Sérstök áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda bæði í efnisvali og úrvinnslu verkefna. Færni í ritun, heimildavinnu og heimildaöflun er sett í forgang. Gerð er krafa um að nemendur tileinki sér vönduð vinnubrögð við heimilda- og textavinnu ásamt gagnrýnu hugarfari við val á heimildum. Námsmat verður byggt á verkefnum um þemu sem nemendur fá að taka þátt í að móta.
Forkröfur: Engar
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- því sem er í samfélagsumræðunni hverju sinni
- átökum hópa og ástæður þeirra
- sagnfræðilegum vinnubrögðum
- greiningu heimilda
- mikilvægi vandaðrar heimildavinnu
- áhrifum fortíðar á nútíð
- mikilvægi sjálfstæðrar afstöðu til sögulegra atburða og þróunar
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- lesa ólíka sagnfræðilega texta
- greina samfélagsumræðu nútímans
- greina stöðu ólíkra hópa
- leita traustra heimilda og geta vitnað til þeirra á viðurkenndan hátt
- tjá sig í ræðu og riti um söguleg og samtíma efni
- komast að niðurstöðu um efnistök á lýðræðislegan hátt
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- átta sig á samhengi orsaka og afleiðinga sem metið er með umræðu og skriflegum verkefnum
- taka þátt í umræðu um sagnfræðileg efni sem metið er með umræðum
- beita gagnrýnni hugsun markvisst sem metið er með umræðum og skriflegum verkefnum
- geta tekið efni úr ólíkum þáttum og miðlað því á skiljanlegan hátt með skriflegum verkefnum