SAGA2ST05

SAGA 2ST05 - Sagan í samtíðinni 

Viðfangsefni: Samtímasaga
Lýsing: Áfanginn er valáfangi í mannkynssögu 20. og 21. aldar og eru viðfangsefnin af tvennu tagi: sögulegt baksvið samtímaatburða og áhrif valdra atburða á sögulega framvindu. Áfanganum verður skipt í fimm hluta. Í þremur þeirra verður áherslan lögð á áhrif sögulegra atburða/viðfangsefna á einstök samfélög og þróun á alþjóðavettvangi. Þessir þrír áhersluþættir eru: helför nasista gegn gyðingum og önnur þjóðarmorð 20. aldar, barátta Palestínumanna og Ísraelsmanna og hryðjuverkin 11. september 2001.Þeir tveir námsþættir sem eftir standa verða valdir í samkomulagi nemenda og kennara og skulu tengjast atburðum sem eru í hámæli hverju sinni.
Forkröfur: Engar
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
samhengi sögulegra atburða við daglegt líf og stjórnmál samtímans
baksviði deilna múslima, gyðinga og kristinna manna
mikilvægi lýðræðis fyrir mannréttindi
hvernig helförin og þjóðarmorð á 20. öld höfðu áhrif á orðræðu um réttindi manna og tilurð alþjóðlega samþykktra mannréttinda
tengsl einræðis og mannréttindabrota
 
Leikniviðmið:  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa greinar og fréttir í innlendum og erlendum fjölmiðlum um samtímamálefni og miðla innihaldi þeirra
vinna í teymi að sameiginlegu verkefni
afla heimilda um söguleg efni og tengja við atburði samtímans
miðla þekkingu á atburðum og afleiðingum þeirra í ræðu og riti
beita fræðilegum vinnubrögðum
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: 
bera saman ólíka gerð nútímasamfélaga
lesa og vinna þekkingu upp úr samtímaheimildum
ræða hugmyndir um viðfangsefni í hóp
greint orsakasamhengi fortíðar við atburði í samtímanum
taka afstöðu út frá heimildum og rökstyðja hana