SÁLF3FÖ05

SÁLF 3FÖ05 - Stofnunarsálfræði 

Viðfangsefni: Öldrun, fötlun og áföll
Lýsing : Í stofnunarsálfræði eru ýmsar stofnanir samfélagsins sem veita þjónustu á sviði öldrunar og fötlunar skoðaðar. Sérstaklega er skoðuð líðan þeirra einstaklinga sem tengjast þessum stofnunum, starfsmanna, skjólstæðinga, aðstandenda, aðstandandafélög og aðrir sem gætu tengst starfseminni á einhvern hátt. Einnig er fjallað er um öldrun, fötlun og áföll og hvaða áhrif þessir þættir gætu haft á líf einstaklinga og fjölskyldu þeirra. Þá er fjallað um áfallastreitu, kreppu, kvíða og sorg. Þetta er vinnuáfangi þar sem nemendur fara út í stofnanir og skoða starfsemi þeirra og þau meðferðarúrræði sem tengjast efni áfangans.
Forkröfur: SÁLF2IN05
 
Þekkingarviðmið: nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • áhrifum öldrunar á einstaklinginn
 • þeirri þjónustu sem öldruðum stendur til boða á Íslandi
 • áhrifum fötlunar á líf einstaklingsins og fjölskyldu hans
 • þeim þjónustuúrræðum sem fötluðum standa til boða á Íslandi
 • áhrifum kreppu, áfalla, áfallastreitu, kvíða og sorg á þá sem fyrir þeim verða
 
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • beita vísindalegri hugsun og þjálfist í upplýsingaleit með því að kynna sér viðfangsefni áfangans
 • hugleiða og meta áhrif öldrunar og fötlunar á líf einstaklingsins og fjölskyldu hans
 • hugleiða og átta sig á áhrifum fordóma gegn þessum hópum
 • koma upplýsingum um niðurstöður sínar á framfæri við hóp jafningja 
 • lesa út úr helstu gögnum og niðurstöðum rannsókna
 • beita orðaforða stofnunarsálfræðinnar af öryggi
 • lesa fjölbreyttan texta um viðfangsefni greinarinnar sér til fróðleiks og skilnings
 • taka gagnrýna afstöðu til siðferðilegra álitamála sem tengjast samskiptum og umhverfi
 • nýta sér margvíslega tækni í þekkingarleit og miðlun þekkingar
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hefur aflað sér til að:
 • vinna í samstarfi og tjá hugsanir og skoðanir á viðfangsefnum greinarinnar bæði munnlega og skriflega
 • útskýra, túlka og álykta  á vísindalegan hátt
 • beita skipulegum aðferðum og sýna frumkvæði við leit að lausnum
 • meta réttmæti og áreiðanleika upplýsinga
 • afla gagna, flokka, vinna úr og miðla upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt
 • tileinka sér aukna virðingu og víðsýni gagnvart ýmsum sérhópum samfélagsins
 • gera sér grein fyrir eigin fordómum og leitast við að vinna gegn þeim
 • taka þátt í rökræðum sem tengjast málefnum stofnunarsálfræðinnar
 • geta metið eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
 • nýta fræðilegan texta á íslensku og ensku