SÁLF3LÍ05

SÁLF 3LÍ05 - Kortlagning hugans, lífeðlissálfræði 

Viðfangsefni: Hugur, heili, hegðun og skynjun
Lýsing: Fjallað er um gerð og starfsemi taugakerfisins, einkum heila og taugafrumna. Nemendur skoða landafræði heilans, og hvernig taugafrumur vinna saman og hvað gerist þegar eitthvað fer úrskeiðis. Fjallað er um hormónakerfið og tengsl hormóna við hegðun eru einnig tekin fyrir, skynjun, lífeðlislegar undirstöður hennar, hugræn úrvinnsla og skynvillur eru til umfjöllunar. Ef tími vinnst til er fjallað um vitund og mismunandi vitundarástand, svo sem svefn, drauma, dagdrauma, dáleiðslu og vímu af völdum lyfja.
Forkröfur: SÁLF2IN05
 
Þekkingarviðmið: nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • helstu grunnhugtökum lífeðlissálfræði
 • gerð og starfsemi taugakerfis, einkum heila og tauga og tengslum þess við hegðun og hugarstarf
 • áhrifum umhverfis á heila og taugakerfi
 • hvernig geðlyf og geðraskanir hafa áhrif á heila og taugakerfi
 • áhrifum geðlyfja og algengustu vímuefna m.a. á lífefna- og lífeðlisfræði heilans og á skynjun
 • starfssemi skynfæranna, úrvinnslu skynáreita og skynvillum
 • hversu vel heili og taugakerfi starfa
 • þeim vandamálum sem geta komið upp þegar þessi starfsemi fer úrskeiðis
 • vísindalegum vinnubrögðum við gagnaöflun og framsetningu niðurstaðna í lífeðlissálfræði
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • ræða um starfsemi heila og taugakerfisgreina, eigin hugarheim og skilning á eigin tilfinningum
 • afla sér með fjölbreyttum hætti, fræðilegra upplýsinga um taugakerfið, uppbyggingu þess, lögmál og starfsemi
 • skoða hegðun, hugsun og tilfinningar út frá starfsemi heila og taugakerfis
 • átta sig á áhrifum umhverfis á heila og taugakerfi
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hefur aflað sér til að:
 • miðla upplýsingum/ræða um málefni er varða lífeðlissálfræði
 • beita vísindalegum vinnubrögðum sem viðurkennd eru innan fræðigreinarinnar
 • beita þekkingu sinni á heila og taugakerfi til að átta sig betur á þeim skaðvöldum sem eru í umhverfinu og bregðast við þeim
 • skilja erfiðleika einstaklinga sem lent hafa í skaða á heila og taugakerfi
 • framkvæma einfaldar rannsóknir og túlkað hvað helstu niðurstöður þýða