UPPE2UM05

UPPE 2UM05 - Uppeldis- og menntunarfræði 

Viðfangsefni: Saga uppeldis og uppeldisfræði, kenningar og mótunaraðilar í lífi barna
Lýsing: Fjallað er um fræðigreinina uppeldisfræði og sögu hennar. Nemendur eiga að öðlast þekkingu og skilning á þáttum sem hafa áhrif á líf barna í nútímanum, t.d. þróun sjálfsmyndar, áhrif leikskóla, áhrif fjölmiðla og bóka, samskipti foreldra og barna, menning, listir og uppeldisaðferðir foreldra svo eitthvað sé nefnt. Sögulegur bakgrunnur greinarinnar er kynntur, hagnýtar aðferðir lagðar fram og metnar, kenningar skoðaðar og unnið að skapandi og fjölbreyttri verkefnavinnu, t.d. með tengingu við nærumhverfi. Áhersla er lögð á virkni og þátttöku nemenda.

 

Forkröfur: Engar

Markmið áfangans:

 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • sögu og þróun greinarinnar
 • áhrifum sögunnar og frumkvöðla á uppeldishugmyndir
 • helstu mótunaraðilum uppeldisfræðinnar
 • kenningum sem hafa áhrif á þroska og uppeldi
 • einkennum og markmiðum þeirra sem vinna við uppeldisstörf
 • mismunandi rannsóknum á áhrifum uppeldis
 • hagnýtum aðferðum foreldrahlutverksins
 
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • túlka og meta ólíkar rannsóknir um uppeldi  
 • túlka og beita einföldum kenningum í uppeldisfræði
 • greina áhrif lista og fjölmiðla á börn
 • meta starf uppeldisstofnanna og ólíkar uppeldisaðferðir
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • leggja mat á hvaða leiðir eru vænlegar til árangurs í uppeldi
 • hagnýta kenningar og heimfæra þær á raunverulegar aðstæður
 • taka þátt í gagnrýnum umræðum um uppeldismál
 • meta siðferðsisleg mál er tengjast uppeldi
 • vinna í samvinnu við aðra að semeiginlegum verkefnum
 • skoða heimildir með fjölbreyttum hætti