HLSE1BÁ02

HLSE 1BÁ02 - Bóklegur áfangi 

Viðfangsefni: heilsulæsi, skipulag, markmið, þjálfunaraðferðir, forvarnir og lífsstíll
Lýsing: Áfanginn er bóklegur og fer kennslan fram í fyrirlestrum, verkefnavinnu og hópverkefni.  Áfanginn er byggður upp á heilsueflingu, þar sem nemendum er hjálpað að efla heilsulæsi sitt, svo þau geti leitað upplýsinga og lesið úr þeim.  Nemendur læri um forvarnir, hreyfingu, hreinlæti, næringu og fleiri þætti sem tengast heilsu og umhverfi.  Nemendur eru látnir gera ársáætlun fyrir sig eða einhvern annan  ,vinna með tölvur og nota upplýsingatæknina sér til aðstoðar.
Forkröfur: HLSE1AH02
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • undirstöðuþekkingu í heilsurækt
 • hvernig líkaminn vinnur við álag og í hvíld
 • helstu þjálfunaraðferðum
 • hvaða áhrif þol-, styktar – og liðleikaþjálfun hefur á líkamann
 • markmiðssetningu
 • forvarnargildi heilsuræktar
 • heilsulæsi
 • gerð æfingaáætlunar
 
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • skipuleggja sig í daglegu lífi
 • skipuleggja sína íþróttaiðkun og heilsurækt þannig að álagið sé rétt
 • meta heilsu sína
 • nota æfingaáætlun
 • velja þá hluti sem hafa góð áhrif á heilsuna
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • tengja saman hreyfingu, næringu og forvarnir
 • meta hvaða æfingar henta hverju sinni
 • meta ástand sitt t.d. með því að mæla þol, styrk og liðleika
 • meta hvaða lífsstíll henti