HLSE 1FÍ02 - Frjálsar íþróttir
Viðfangsefni: Hlaup, köst, stökk
Lýsing: Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallarfærni í helstu greinum frjálsíþrótta. Farið er yfir helstu atriði í hverri grein fyrir sig og mikilvægi þess að íþróttagreinin sé kennd og byggð upp á leikrænan hátt. Áfanginn er verklegur en að auki vinna nemendur verkefni sem tengist viðfangsefninu.
Forkröfur: HLSE1AH02
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- undirstöðuatriðum helstu frjálsíþróttagreina
- tækni og reglum greinanna
- skipulagningu frjálsíþróttaþjálfunar með þjálfunaraðferðir í huga s.s þol, styrk og liðleika
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- greina frjálsíþróttagreinar sundur í leikrænar kennsluæfingar og leikæfingar
- beita reglum frjálsíþróttagreinanna
- framkvæma æfingar á réttan hátt
- vinna með öðrum við frjálsíþróttaæfingar
- beita réttum þjálfunaaðferðir
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- útskýra og sýna tækni greinanna
- gera sér grein fyrir mikilvægi hreyfingar fyrir andlega og líkamlega líðan einstaklings
- stunda æfingar sem viðhalda og bæta líkamlega getu