Íslenska

 

 


 
  
 
 
 
 
 

ÍSLE 1UB05 - Undirbúningur

Viðfangsefni: Málfræði, stafsetning, bókmenntir og ritun.
Lýsing: Í þessum foráfanga er áhersla lögð á að nemandi öðlist færni í þeim málfræði- stafsetninga- og ritunarþáttum sem  gerð er krafa um við lok grunnskóla.
Forkröfur: Engar

 

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • helstu undirstöðuatriðum í stafsetningu (viðmið lok 10. bekkjar)
 • helstu undirstöðuatriðum í málfræði (viðmið lok 10. bekkjar)
 • helstu undirstöðuatriðum í ritun lengri texta (viðmið lok 10. bekkjar)
 
Leikniviðmið:  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • flytja mál sitt skýrt og áheyrilega og geta tileinkað sér viðeigandi talhraða og fas
 • geta gert sér grein fyrir eðli góðrar framsagnar og framburðar
 • hlusta, taka eftir og nýta sér upplýsingar í töluðu máli til fróðleiks og skemmtunar
 • fletta upp í handbókum, orðasöfnum og rafrænum orðabönkum
 • greina aðalatriði í lesnum texta
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • átta sig á beygingarlegum og merkingalegum einkennum orðflokka
 • geta gert sér grein fyrir hlutverki orðflokka í texta
 • semja stutta texta af ýmsu tagi með viðeigandi málfari

ÍSLE 1MR05 - Mál og ritun 

Viðfangsefni: Bókmenntir, málnotkun og ritun

Lýsing: Í áfanganum verður lögð áhersla á grunnatriði í málfræði og stafsetningu. Nemendur eru einnig þjálfaðir í byggingu ritsmíða þar sem áhersla verður lögð á að koma efni skipulega til skila. Auk þess verður í tengslum við ritun fjallað um málnotkun og helstu hugtök beygingarfræðinnar rifjuð upp. Fjallað verður um nokkur bókmenntahugtök og nemendur læra að beita þeim við lestur. Áhersla verður lögð á tjáningu og að koma efni skýrt og vel frá sér í ræðu og riti.

Forkröfur: Hæfnieinkunn C eða C+ við lok grunnskóla, eða staðist áfangann ÍSLE1UB05 

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • grunnhugtökum í málfræði og málnotkun.
 • helstu ritreglum sem nýtast í tal- og ritmáli.
 • helstu hugtökum í ritgerðasmíð og mismunandi tegundum ritsmíða.
 • fjölbreyttum orðaforða til að geta tjáð skoðanir sínar og rökstutt þær bæði í rituðu og töluðu máli.
 • helstu atriðum sem varða framsögn og virkni í umræðu.
 • grunnhugtökum í bókmenntafræði.
 • nokkrum gerðum bókmennta og ýmis konar öðrum textum.

 
Leikniviðmið:  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • nýta og beita helstu málfræðihugtökum, svo sem við greiningu orðflokka, og bæta þannig eigin málfærni.
 • stafsetja rétt.
 • nýta sér margvíslega tækni í þekkingarleit sinni og miðlun þekkingar.
 • nýta sér mismunandi hjálpargögn, svo sem handbækur, orðabækur, leiðréttingarforrit og ýmsa upplýsingarvefi.
 • vinna með ólíkar tegundir ritsmíða og koma skoðunum sínum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt.
 • lesa sér til gagns og gamans bókmenntaverk og ýmis konar texta og fjalla um inntak þeirra.
 • taka saman og flytja af öryggi kynningar á afmörkuðu efni.
 • beita mismunandi blæbrigðum og málsniði í tal- og ritmáli.
 • notast við fjölbreyttar námsaðferðir.
   

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:​

 • ​beita málfræðihugtökum á réttan hátt.   
 • skrifa villulausan texta með aðstoð hjálpargagna.
 • skrifa mismunandi texta.
 • tjá sig af öryggi á góðu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti.
 • taka þátt í samræðum, færa rök fyrir máli sínu og virða skoðanir annarra.    
 • túlka og meta ýmis konar bókmenntir og aðra texta.
 • styrkja eigin málfærni, efla málskilning og auka orðaforða.

ÍSLE 2HU05 - Hugtök og ritun

Viðfangsefni: Málfræði, bókmenntir, bragfræði og ritun

Lýsing: Í þessum grunnáfanga vinna nemendur með undirstöðuatriði sem koma til með að gagnast í næstu íslenskuáföngum. Farið verður í ýmis málfræðihugtök sem nýtast til að efla málkunnáttu og tungumálanám. Helstu hugtök bókmennta- og bragfræði verða kynnt og ýmsir textar lesnir með þau til hliðsjónar. Félagsleg áhrif tungumálsins verða skoðuð út frá ýmsum hliðum til að nemendur átti sig á áhrifum íslenskunnar á daglegt líf. Nemendur vinna bæði sjálfstætt og saman í hópum og er lögð áhersla á ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu.
Forkröfur: Nemandi skal hafa lokið grunnskólaprófi með hæfnieinkunn B, B+ eða A, eða staðist ÍSLE1MR05​
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • ýmsum málfræðihugtökum og hvernig þau tengjast málfærni okkar
 • mismunandi tegundum bókmennta og helstu hugtökum í bókmennta- og bragfræði
 • ýmsum þáttum í samspili mannlegs samfélags og íslenskunnar
 • helstu hugtökum við ritgerðarsmíð og kynningar
 
Leikniviðmið:  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • greina ákveðin málfræðihugtök í texta, sjá hvaða áhrif þau hafa á hann og nýta þau til að efla eigin málfærni
 • greina ákveðin bókmenntahugtök í texta og hvaða áhrif þau hafa á merkingu hans
 • greina ákveðin bragfræðihugtök í texta til þess að átta sig á byggingu ljóða
 • rita rökfærsluritgerð þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun og kemur skoðunum sínum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
 • kynna fyrir öðrum ákveðið efni, endursegja og flytja ræður
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • nýta málfræðiþekkingu sína við ritun texta með ólíkum stílbrögðum
 • túlka undirliggjandi merkingu texta
 • beita ákveðnum bókmenntahugtökum við skrif á eigin texta
 • geta beitt ákveðnum bragfræðireglum við ritun eigin ljóða
 • semja texta og kynningar um efni sem hann hefur kynnt sér með því að beita skýru, lýtalausu og blæbrigðaríku máli. 

ÍSLE 2BM05 - Bókmenntir og málsaga 

Viðfangsefni: Snorra-Edda, Íslendingaþættir, smásögur, málsaga, lestur, ritgerð, bókmenntafræði
Lýsing: Í áfanganum verður lögð áhersla á lestur, hvort sem um ræðir fornan eða nútímalegan texta. Fjallað verður um sögu íslensks máls og helstu breytingar á því í gegnum aldirnar. Helstu hugtök í bókmenntafræði verða kennd og nemendur beita þeim við lestur. Helstu hugtökum í ritgerðarsmíð verða gerð skil og þeim beitt í ritun
Forkröfur: ÍSLE2HR05
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • íslenskri málsögu frá upphafi fram á okkar daga
 • bókmenntatextum frá ólíkum tímum, m.a. Snorra-Eddu, Íslendingaþáttum o.fl.
 • helstu hugtökum í ritgerðarsmíð
 • helstu atriðum sem varða munnlega tjáningu og því að vera virkur í umræðum
 
Leikniviðmið:  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • skilja mismunandi einkenni ólíkra tungumála og ritkerfa í heiminum og þróun orðaforðans
 • gera grein fyrir upphafi tungumálsins og helstu breytingum sem orðið hafa á íslensku
 • lesa fornan texta t.d. Snorra-Eddu og Íslendingaþætti
 • lesa mismunandi nytjatexta og greina þá
 • rita rökfærsluritgerðir þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun og kemur skoðunum sínum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
 • tjá sig munnlega og setja fram texta á skilmerkilegan hátt
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • sýna skilning á  ýmis konar fornum texta og orðaforða hans
 • geta útskýrt og miðlað, munnlega og skriflega, þekkingu sinni á norrænni goðafræði
 • afla sér heimilda á sjálfstæðan hátt og nýta þær í ritun heimildaritgerðar
 • miðla hugmyndum sínum um gildi textanna og aðalatriði þeirra

ÍSLE 3BF05 - Bókmenntir fyrri alda 

Viðfangsefni: Bókmenntir frá landnámi til 19. aldar
Lýsing: Í þessum áfanga er fjallað um ritmenningu Íslands frá upphafi til 19. aldar. Helstu straumar og stefnur í þjóðfélags- og menningarmálum verða til umfjöllunar og ýmsir textar lesnir samhliða því. Meginþættir bókmenntasögunnar verða reifaðir ásamt hugtökum og aðferðum við textarýni sem styðja nemandann við að mynda sér sjálfstæða og gagnrýna skoðun á efninu.
Forkröfur: ÍSLE 2BM05
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • gildi íslenskra fornbókmennta fyrir menningu nútímans
 • orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskrar bókmenntasögu
 • öllum helstu bókmenntahugtökum, mismunandi tegundum bókmennta og tímabilum íslenskum bókmenntum fyrri alda
 • helstu höfundum og lykilverkum frá þessum tíma
 • ritgerðasmíð og heimildavinnu
 
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • lesa sér til gagns texta frá fyrri öldum
 • túlka efni bókmenntatexta og koma því frá sér á skýran hátt í ræðu og riti
 • miðla þekkingu sinni með kynningum, ritgerðum eða öðrum tjáningarformum á greinargóðan hátt
 • skrifa heimildaritgerðir þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun við úrvinnslu og kemur efninu á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
 • afla sér heimilda og meta gildi þeirra
 • ganga frá heimildaritgerðum og hvers kyns textum
 • nýta sköpunargáfu og sýna sjálfstæði við úrvinnslu verkefna
 • skrifa skýran og vel uppbyggðan texta og geta valið ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum
 • tjá rökstudda afstöðu við ýmsar kringumstæður
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • gera sér grein fyrir menningu ólíkra tíma
 • draga saman aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu texta, átta sig á samfélagslegum skírskotunum og ná duldum boðskap og hugmyndum
 • setja fram rökstuddar skoðanir sínar, útskýra sjónarmið og virða skoðanir annarra
 • þroska bókmenntavitund sína og lesa sér til ánægju

ÍSLE 3BS05 - Bókmenntasaga síðari alda-frá rómantík til rafbóka 

Viðfangsefni: Íslenskar bókmenntir og bókmenntasaga síðari alda 
Lýsing: Fjallað verður um bókmenntasögu á 19. og 20. öld og í upphafi þeirrar 21. en einnig helstu strauma og stefnur í þjóðfélags- og menningarmálum á þessum tíma. Ýmsir textar, lengri og styttri, og sýnishorn íslenskra bókmennta frá þessu tímaskeiði verða lesin. Staldrað verður sérstaklega við meginþætti bókmenntasögunnar, unnið að margvíslegum verkefnum og hugtök og aðferðir við textarýni rifjuð upp og þjálfuð. Einnig verður stuðst við margs konar fræðsluefni úr fjölmiðlum og netheimum ásamt kvikmyndum sem tengjast tímabilinu. Lögð verður áhersla á að efla læsi nemenda á fjölbreytta texta og þjálfa þá í ritun. Þá verður einnig kveðið ríkt á um sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum og þátttöku þeirra í umræðum. 
 
Þekkingarviðmið: Nemandi hafi öðlast þekkingu og skilning á:
 • helstu þáttum íslenskra bókmennta á 19. og  20. öld og í upphafi þeirrar 21
 • helstu straumum og stefnum í þjóðfélags- og menningarmálum bæði hérlendis og erlendis á sama tímaskeiði
 • helstu höfundum á þessum tíma, inntaki bókmenntaverkanna, samtíma þeirra og erindi þeirra við nútímann
 • bókmenntalegu, sögulegu, félagslegu, menningarlegu og pólitísku gildi þeirra texta sem fjallað er um í áfanganum
 • hugtökum og aðferðum við textarýni
 
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • tjá lestrarreynslu sína á málefnalegan hátt, munnlega og skriflega.
 • beita bókmenntalegum og stílfræðilegum hugtökum til skilnings á þeim bókmenntaverkum sem hann les
 • greina, túlka og beita gagnrýninni hugsun við lestur og textarýni ýmiss konar texta frá þeim tíma sem hér um ræðir
 • taka þátt í umræðum um bókmenntir og menningarþætti tímabilsins.
 • beita tungumálinu á skýran, árangursríkan og blæbrigðaríkan hátt við umfjöllun bókmennta og annarra menningartengdra þátta
 • miðla þekkingu sinni með kynningum, ritgerðum eða öðrum tjáningarformum á greinargóðan hátt
 • afla sér heimilda og upplýsinga úr netheimum eða annars staðar
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • tjá sig, ritrýna og fjalla um íslenskar bókmenntir tímabilsins í orði og rituðum texta á viðeigandi og árangursríkan hátt við mismunandi aðstæður
 • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • nýta sér heimildir og aðrar upplýsingar við greiningu og kynningu bókmennta
 • vinna með heimildir á viðeigandi og ábyrgan hátt

ÍSLE 3BX05 - Halldór Laxness - sómamaður í sinni sveit 

Viðfangsefni: Halldór Laxness og verk hans
Lýsing: Fjallað verður um ævi og starf nóbelsskáldsins Halldórs Laxness og gildi hans í íslenskri menningarsögu. Lögð verður áhersla á að nemendur kynnist verkum hans sem best, svo sem skáldsögum, smásögum, ljóðum, leikritum og greinum. Staða Halldórs í íslenskri bókmenntasögu 20. aldar verður skoðuð og fjallað um áhrif hans á bókmenntir þessa tíma og mótun sögunnar á hann. Nemendum verða kynntir helstu straumar og stefnur í þjóðfélags- og menningarmálum á þessum tíma. Unnið verður að margvíslegum verkefnum og hugtök og aðferðir við textarýni rifjuð upp og þjálfuð.
Einnig verður stuðst við margs konar fræðsluefni úr fjölmiðlum og netheimum ásamt kvikmyndum sem tengjast Halldóri og verkum hans. Farið verður að Gljúfrasteini, húsi skáldsins. Lögð verður áhersla á að efla læsi nemenda á fjölbreytta texta og þjálfa þá í ritun. Þá verður einnig kveðið ríkt á um sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum og þátttöku þeirra í umræðum.
Forkröfur: ÍSLE 2MB05
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • ævi og starfi nóbelsskáldsins Halldórs Laxness
 • helstu verkum Halldórs, inntaki þeirra, samtíma þeirra og erindi við nútímann
 • helstu þáttum íslenskrar bókmenntasögu 20. aldar
 • helstu straumum og stefnum í þjóðfélags- og menningarmálum bæði hérlendis og erlendis á 20. öld
 • bókmenntalegu, sögulegu, félagslegu, menningarlegu og pólitísku gildi verka Halldórs
 • hugtökum og aðferðum við textarýni
 
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • tjá lestrarreynslu sína á málefnalegan hátt, munnlega og skriflega
 • beita bókmenntalegum og stílfræðilegum hugtökum til skilnings á þeim bókmenntaverkum sem hann les
 • greina, túlka og beita gagnrýninni hugsun við lestur og textarýni helstu verka Halldórs Laxness
 • taka þátt í umræðum um ævi og verk Halldórs
 • beita tungumálinu á skýran, árangursríkan og blæbrigðaríkan hátt við umfjöllun bókmennta og annarra menningartengdra þátta
 • miðla þekkingu sinni með kynningum, ritgerðum eða öðrum tjáningarformum á greinargóðan hátt
 • afla sér heimilda og upplýsinga úr netheimum eða annar staðar
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • tjá sig, ritrýna og fjalla um ævi og verk Halldórs Laxness í orði og rituðum texta á árangursríkan og viðeigandi hátt við mismunandi aðstæður
 • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • nýta sér heimildir og aðrar upplýsingar við greiningu og kynningu bókmennta
 • vinna með heimildir á viðeigandi og ábyrgan hátt
 
 

ÍSLE3RR05 - Ritgerðarsmíð, heimildaleit og þjálfun í fræðilegum vinnubrögðum

 

Viðfangsefni: Ritgerðarsmíð, heimildaleit og þjálfun í fræðilegum vinnubrögðum

Lýsing: Helstu markmið áfangans eru að nemendur æfist í því að gera heimilda- eða rannsóknarritgerð þar sem miðað er við kröfur á háskólastigi, nemendur vinna út frá rannsóknarspurningu eða efnisyfirlýsingu og styðjast við heimildir í vinnu sinni. Nemandi vinnur ritgerðina undir handleiðslu íslenskukennara en velur ritgerðarefni innan þess sviðs sem hann hefur mestan áhuga á. Hver nemandi fær einkaviðtal hjá kennara tvisvar sinnum yfir önnina.

Forkröfur : ÍSLE2BM05

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • ritgerðarsmíð og heimildavinnu
 • helstu hugtökum sem tengjast gerð heimildaritgerða
 • helstu einkennum íslensks ritmáls í fræðilegum ritgerðum
 • helstu einkennum íslensks talmáls við flutning efnis
 • mismunandi málsnið í íslensku máli

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • nota fræðileg vinnubrögð við heimildaritgerðasmíð
 • beita gagnrýninni hugsun við úrvinnslu efnis
 • beita skipulögðum aðferðum við úrvinnslu efnis
 • koma efni á framfæri á vel uppbyggðan, skýran og greinargóðan hátt
 • lesa fræðilegan texta á íslensku og erlendu tungumáli
 • nýta sér uppbyggilega gagnrýni
 • tjá sig munnlega með skýrum hætti
 • skilja og nota algeng stílbrögð
 • semja kynningar með því að draga saman og nýta upplýsingar úr ýmiss konar heimildum og flétta saman við eigin viðhorf og ályktanir

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • nota ýmsar aðferðir við að leysa viðfangsefni
 • skipuleggja vinnutíma sinn og forgangsraða viðfangsefnum
 • nýta fyrri reynslu, þekkingu og skilning við úrlausn nýrra viðfangsefna
 • breyta hugmynd í afurð
 • styrkja eigin málfærni
 • taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu

ÍSLE 3FÉ05 - Félagsleg málvísindi

Viðfangsefni: Félagsleg málvísindi
Lýsing: Í áfanganum verður tungumálið skoðað frá ýmsum hliðum. Fjallað verður um muninn á tjáningu manna og dýra og á málnotkun fullorðinna og barna. Þá verður einnig fjallað um máltöku barna og skoðuð mismunandi málnotkun ólíkra hópa. Auk þess skoða nemendur hvort málsnið og málfar á netinu sé á einhvern hátt frábrugðið því sem gerist og gengur og hvaða áhrif samfélagsmiðlar hafa haft á tungumálið. Nemendur kynna sér fræðilegar greinar sem tengjast efninu og gera margvíslegar málfarsrannsóknir. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, viðeigandi meðferð og frágang heimilda. Verkefni eru fjölbreytt og reyna á frumkvæði, víðsýni og gagnrýna hugsun.
Forkröfur: ÍSLE2MB05
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • máltöku barna
 • sérstöðu mannsins þegar kemur að tungumáli
 • félagslegum þáttum sem geta haft áhrif á málfar fólks
 • áhrifum samfélagsmiðla og annarrar nútímatækni á þróun tungumála
 • margvíslegum tjáskiptum
 • heimildanotkun og gildi mismunandi heimilda
 
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • gera mismunandi málfarsathuganir
 • beita viðurkenndum rannsóknaraðferðum
 • greina ýmis félagsleg einkenni tungumáls
 • greina mismunandi málsnið og tal ólíkra hópa
 • nota málfræðihugtök tengd efninu
 • draga saman og nýta á viðurkenndan og gagnrýninn hátt upplýsingar úr heimildum og meta áreiðanleika þeirra
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • sýna skilning á áhrifum félagslegra þátta á tungumál og samskipti
 • leggja mat á og efla eigin málfærni og annarra, t.d. með því að nýta málfræðiupplýsingar og þekkingu sína á íslenska málkerfinu
 • skilja hvernig og hvers vegna tungumál þróast
 • skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta og geta valið ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum
 • taka þátt í málefnalegum umræðum, tjá afstöðu sína og efasemdir um efnið og komast að rökstuddri niðurstöðu
 • nýta sér og leggja mat á heimildir af ýmsum toga í tengslum við námsefni og verkefnavinnu á ábyrgan og viðeigandi hátt
 

ÍSLE 3BB05 - Barnabókmenntir 

Viðfangsefni: Barnabókmenntir - menningarheimur barna og unglinga
Lýsing: Í áfanganum kynnast nemendur sögu og þróun barna- og unglingabókmennta, bæði hér á landi og í nágrannalöndum okkar og fræðast um mál og menningarheim barna. Þeir fá þjálfun í lestri fræðigreina um efnið og gera grein fyrir lestrarreynslu sinni munnlega og skriflega. Ýmsir textar og sýnishorn barna- og unglingabókmennta verða lesin. Skoðað er hvað einkennir góðar barnabækur og fjallað um gildi þess að börn lesi og að lesið sé fyrir þau. Kennsla fer að hluta til fram í fyrirlestraformi en áfanginn byggist síðan á talsverðri verkefnavinnu. Þá horfa nemendur á fræðsluefni úr fjölmiðlum og netheimum og kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir íslenskum barnabókum. Hugtök og aðferðir við textarýni verða rifjuð upp og þjálfuð. Nemendur vinna að ýmsum smærri og stærri verkefnum, taka þátt í hópverkefnum, halda kynningar á lesnu efni og taka þátt í umræðum. 
Forkröfur: ÍSLE 2BM05
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:    
 • sögu og þróun barna- og unglingabókmennta, bæði hér á landi og í nágrannalöndum okkar
 • máli og menningarheim barna
 • helstu barna- og unglingabókahöfundum, inntaki bókanna og erindi þeirra við börn og unglinga
 • gildi þess að börn lesi og að lesið sé fyrir þau
 • hugtökum og aðferðum við textarýni
 
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • tjá lestrarreynslu sína munnlega og skriflega
 • beita bókmenntalegum og stílfræðilegum hugtökum til skilnings á þeim bókmenntaverkum sem hann les
 • taka þátt í umræðum og hópastarfi um bókmenntir
 • rýna í texta
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • afla sér upplýsinga úr netheimum og nýta sér þær við greiningu og kynningu barnabókmennta
 • tjá sig, ritrýna og fjalla um barna- og unglingabókmenntir í orði og rituðum texta á viðeigandi og árangursríkan hátt
 • fjalla um barna- og unglingabókmenntir á gagnrýninn og málefnalegan hátt með tilliti til fjölmenningar, jafnréttis og stöðu barna í samfélaginu 
 • geri sér grein fyrir mikilvægi barna og unglingabóka í samfélaginu

ÍSLE 3LH05 - Leikhús 

Viðfangsefni: Leikhúsferðir, vettvangsferðir, gestafyrirlestrar, umræður og verkefnavinna
Lýsing: Markmið áfangans er að gefa nemendum tækifæri til að kynnast leikhúsinu og hvetja til frjórrar umræðu um leikhúsverk, leikmyndir, búninga, ljósahönnun og leikstjórn svo eitthvað sé nefnt. Nemendur fylgjast með leikhúslífinu á önninni með það fyrir augum að þeir öðlist aukinn skilning á leikbókmenntum og leiklist.
Forkröfur: ÍSLE 2BM05
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • starfsemi leikhúsa
 • lífi og starfi á bak við tjöldin
 • því hvernig leikritið endurspeglar samfélagið
 • orðaforða sem gerir honum kleift að skilja texta mismunandi leikverka
 • mismunandi tegundum verka
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • beita gagnrýninni hugsun
 • koma efni á framfæri á skýran og greinargóðan hátt á blæbrigðaríku máli
 • nýta sér uppbyggilega gagnrýni annarra til betrumbóta
 • skilja og nota viðeigandi stílbrögð, orðatiltæki og menningarlegar vísanir
 • skilja lykilhugtök og draga saman
 • draga saman upplýsingar úr heimildum og nýta á viðurkenndan hátt
 • greina mismunandi sjónarmið
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta
 • geta valið ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum
 • tjá rökstudda afstöðu við mismunandi aðstæður í ræðu og riti
 • taka virkan þátt í umræðum til að komast að ígrundaðri niðurstöðu
 • ná duldum boðskap og átta sig á samfélagslegum skírskotunum
 • sýna þroskaða siðverðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í umfjöllun sinni
 
 

ÍSLE 3YN05 - Yndislestur 

Viðfangsefni: Lestur, lesskilningur, ritun og munnleg tjáning
Lýsing: Áfanginn er ætlaður nemendum sem áhuga hafa á bókmenntum. Megináhersla er lögð á upplifun og skilning og að nemendur lesi sér til ánægju.
Hver nemandi les alls sex skáldverk á önninni og gerir kennara sínum grein fyrir þeim að lestri loknum, ýmist skriflega eða munnlega.
Forkröfur: ÍSLE 2BM05
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • mikilvægi lestrar
 • lögmálum skáldsögunnar
 • því hvernig skáldsagan endurspeglar samfélagið
 • þeim bókmenntahugtökum sem koma að gagni við að greina og túlka sögu
 
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • beita mismunandi lestrartækni við lestur ýmissa texta
 • beita helstu hugtökum bókmenntafræðinnar þegar verið er að fjalla um og greina skáldverk
 • rita og flytja skýran, vel uppbyggðan texta og geta lagt áherslu á meginþætti og atriði sem skipta máli
 • taka út aðalatriði texta á skýran og markvissan hátt
 • greina, túlka og bera saman upplýsingar til að komast að niðurstöðu
 • taka þátt í málefnalegum umræðum eða rökræðum um bókmenntir
 • vinna að skapandi verkefnum þar sem reynir á þekkingu á bókmenntahugtökum
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • auka lesskilning
 • efla málskilning sinn með auknum orðaforða
 • dýpka skilning sinn á mismunandi samfélögum með lestri skáldverka
 • skilja betur mannlegt atferli með lestri skáldverka
 • túlka sögu og deila þeirri túlkun með öðrum
 
 
 

ÍSLE 3AÞ05 - Afþreyingarbókmenntir 

Viðfangsefni: Afþreyingarbókmenntir
Lýsing: Í áfanganum verður fjallað um helstu greinar afþreyingarbókmennta, eðli, hlutverk og þjóðfélagslegar forsendur þeirra. Lesin og skoðuð verða nokkur verk úr sem flestum greinum afþreyingarbókmennta ásamt tímaritsgreinum og öðru efni er áfangann varða, m.a. af netinu og úr kvikmyndaheiminum. Áfanganum er ætlað að auka sem best þekkingu nemenda á sviði afþreyingarbókmennta og gera þá færa um að meta og fjalla um slíkar bókmenntir á sem breiðustum grundvelli.
Forkröfur: ÍSLE2MB05
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • mismunandi greinum afþreyingarbókmennta
 • menningarlegri stöðu afþreyingarbókmennta
 • tengslum bókmenntanna við aðra miðla svo sem kvikmyndir og sjónvarp
 • nokkrum verkum íslenskra og erlendra rithöfunda
 • einkennum og formi bókmenntagreinarinnar
 
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • beita helstu hugtökum bókmenntafræðinnar í umfjöllun um einkenni og form afþreyingarbókmennta
 • lesa og fjalla um ýmis konar afþreyingarbókmenntir á gagnrýninn og fræðilegan hátt
 • taka þátt í og stuðla að málefnalegum umræðum
 • vinna að skapandi verkefnum
 • koma efni á framfæri á skýran og greinargóðan hátt á blæbrigðaríku máli
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • dýpka lesskilning sinn
 • auka og bæta orðaforða og málskilning
 • auka skilning sinn á mikilvægi afþreyingarefnis og hvaða lögmálum það lýtur í samfélaginu
 • auka skilning sinn og þekkingu á mannlegu atferli í gegnum lestur skáldverka
 • nýta sér íslenskuna á skapandi hátt, við ritun eigin texta
 • skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta