MATR1ÍN05

MATR1ÍN05 - Íþróttir og næring

ViðfangsefniMatreiðsla, hráefni, hreinlæti, áhaldafræði, manneldismarkmið og borðsiðir

LýsingÍ áfanganum læra nemendur að matreiða og meðhöndla ýmis hráefni, þar sem áhersla er lögð á manneldismarkmið, næringu og hreinlæti. Matreitt er úr kjöti, fisk, grænmeti, ávöxtum og kornmeti ásamt mjólkurvörum. Lögð er áhersla á að matreitt sé úr fersku hráefni og grófu korni. Nemendur læra að nýta það sem vex í náttúru landsins eins og ber og sveppi. Kenndar eru grunnaðferðir í matreiðslu eins og steikja, sjóða og baka. Kennt er að nýta og fara vel með matvæli. Kennd er meðferð áhalda og tækja, nöfn þeirra ásamt því að kenna hvaða mælieiningar eru notaðar við matargerð. Nemendum er kennt hvaða hættur geta leynst í eldhúsi eins og t.d. heitar hellur, sjóðandi feiti o.fl. Hreinlætisfræði er varðar eldhús og meðhöndlun matvæla er kennd og mikilvægi þess að varast matarsýkingar og smit. Kenndur er frágangur í eldhúsi. Persónulegt hreinlæti í eldhúsi og klæðnaður er mikilvægur og tekið er á því. Nemendur læra að leggja á borð ásamt því að kenndir eru borðsiðir. Kennt er að skipuleggja vinnu sína í eldhúsi og starfa saman við úrlausn verkefna. Nemendum læra einnig að vinna sjálfstætt og öðlast þar með aukið öryggi.

Forkröfur: Engar