EÐLI4KH05

 

EÐLI 4KH05 - Kraftvægi og hverfitregða 

Viðfangsefni: Vinna/orka sem punktmargfeldi, kraftvægi/hverfiþungi sem krossmargfeldi, massamiðja, hverfitregða, kraftajafnvægi og sveiflur 
Lýsing: Lögmál Newtons og Keplers, færslujafna Steiners, snúningshreyfing, varðveislulögmál skriðþunga og hverfiþunga, spenna, aflögun og fjöðrun. Útleiðsla einfaldrar sveifluhreyfingar. 
Forkröfur: EÐLI3NE05 og STÆR3HD05 (má vera samhliða)
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • stöðuorku í þyngdarsviði og varðveislulögmálum vinnu og orku
 • tengslum krafts og varðveislu skriðþungans, samhengi atlags og skriðþungabreytingar 
 • samlíkingu snúningshreyfingar með hornhraða við færslujöfnurnar
 • jafnvægisjöfnum fyrir krafta og kraftvægi
 • sveifluhreyfingu lóðs í bandi og sveifluhreyfingu massa í gormi. Eðlisfræðilegum pendúl og eigintíðni
 
Leikniviðmið:  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • skilja línurit um samband krafts, vegalengdar og orku í þyngdarsviði og kunna að túlka í línuleg tengsl
 • kanna hverfitregðu með mælitækjum og geta borið saman við stærðfræðilegt líkan
 • reikna skilyrði fyrir jafnvægi og leysa verkefni snúningshreyfingar með vigrum
 • nota tengsl spennu og aflögunar við efnisstyrk til að reikna brotmörk
 • leggja kraftajöfnur og nálganir til grundvallar diffurjöfnu og leysa hana
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • útskýra lausnir eðlisfræðidæma fyrir bekkjarfélögum
 • framkvæma tilraunir eftir fyrirmælum og skrifa skýrslur í hópsamvinnu
 • sýna sjálfstæði og frumkvæði við gagnaöflun og úrvinnslu ritgerðarefnis
 • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga eru raunhæfar
 • tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar