EÐLI4SK05

EÐLI 4SK05 - Afstæðiskenning og skammtafræði

Viðfangsefni: Afstæð innbyrðis hreyfing í viðmiðunarkerfum á jöfnum hraða, skammtafræði í atómum, sameindum og fastefnum, kjarnajöfnur, geislavirkni og öreindir. 
Lýsing: Afstæðiskenning Einsteins, geislunarjafna Plancks, vetnislíkan Bohrs, óvissulögmál Heisenbergs, diffurjafna Schrödingers, einsetulögmál Paulis, Fermi-orka, skeljalíkan atómkjarnans, geislavirkni, öreindir.
Forkröfur: EÐLI3NE05 og STÆR3HD05 (má vera samhliða) 
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • lengdarbreytingu, massaaukningu og tímaþynningu afstæðiskenningarinnar
 • tvíeðli ljóseinda og massaeinda, deBroglie bylgjulengd og túlkun á bylgjuföllum
 • skammtafræði atómsins, uppsetningu og lausn á diffurjöfnu Schrödingers.
 • alfa, beta og gamma geislavirkni, varðveislulögmálum kjarnaklofnunar og helmingunartímum
 • staðallíkani öreinda, eiginleikum kvarka (upp, niður, skrýtni, þokki, toppur, botn)
 • meginhugtökum eðlisfræðinnar og fræðilegum bakgrunni helstu lögmála
 • þróun eðlisfræðinnar, hvernig kenningar koma fram, hljóta viðurkenningu og úreldast
 
Leikniviðmið:  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • nýta sér meginhugtök eðlisfræðinnar og lögmál við útreikning og útskýringar á eðlisfræðilegum fyrirbærum
 • beita vísindalegum vinnubrögðum og rökrænni framsetningu ásamt nákvæmum úrvinnsluaðferðum
 • nota nýjustu tækni við upplýsingaöflun, úrvinnslu, mat, túlkun og framsetningu við lausn eðlisfræðilegra verkefna
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • útskýra lausnir eðlisfræðidæma fyrir bekkjarfélögum
 • framkvæma tilraunir eftir fyrirmælum og skrifa skýrslur í hópsamvinnu
 • sýna sjálfstæði og frumkvæði við gagnaöflun og úrvinnslu ritgerðarefnis
 • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga eru raunhæfar
 • tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar