JARÐ3JS05

 JARÐ 3JS05 - Jarðsaga og jarðfræði Íslands, verkefnaáfangi

Viðfangsefni: Jarðsaga og jarðfræði Íslands
Lýsing: Áfanginn er verkefnamiðaður framhaldsáfangi fyrir nemendur raunvísindabrautar. Í áfanganum er farið yfir jarðsöguna, aldursákvarðanir og þróun lífríkis. Nemendur dýpka þekkingu sína á jarðfræði Íslands. Nemendur vinna að ýmsum verkefnum eftir því hvað er efst á baugi í jarðfræði hverju sinni og áhugasviði hvers og eins. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð.
Forkröfur: JARÐ2IÖ05
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • tímabilum jarðsögunnar
 • jarðsögunni og þróun lífs
 • myndun ýmissa landsvæða af völdum innrænna og útrænna afla
 • tengslum jarðfræðinnar við daglegt líf
 
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • beita skipulegum aðferðum við leit að lausnum
 • nýta sér margvíslega tækni í þekkingarleit og miðlun þekkingar
 • nýta sér ýmsar handbækur
 • skilja jarðfræðitexta og fréttir um jarðfræðileg fyrirbrigði
 • afla gagna, flokka, vinna úr og miðla upplýsingum á gagnrýninn hátt
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • beita orðaforða og algengustu hugtökum í jarðfræðinni
 • nýta gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð við lausn verkefna
 • meta áreiðanleika upplýsinga
 • bera virðingu fyrir umhverfi sínu
 • tengja þekkingu sína á jarðfræði við ýmsar jarðmyndanir sem sjá má í felti
 • lesa fjölbreyttan texta um viðfangsefni greinarinnar sér til fróðleiks og skilnings
 • vera sjálfstæður í vinnubrögðum
 • skilja ólík viðhorf og gildi og hvernig þau móta umhverfið