LÍFF 3VL05 - Verkefnalíffræði
Viðfangsefni: Áfanginn byggir á heimildavinnu og margskonar framsetningu. Nemendur velja sér viðfangsefni. Gagnlegur áfangi fyrir nemendur sem stefna á frekara nám.
Lýsing: Áfanginn er valáfangi fyrir nemendur á raunvísindabraut. Lögð áhersla á að nemendur samþætti þá þekkingu og færni sem þeir hafa tileinkað sér í fyrra námi, með sérstakri áherslu á líffræði. Nemandinn skrifar heimildarritgerð um áhugasvið innan líffræðinnar, les fræðigreinar í tengslum við viðfangsefni og útbýr bæði bækling og kynningu. Áhersla er á sjálfstæð vinnubrögð.
Forkröfur: 10 einingar í líffræði
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- almennum viðfangsefnum og aðferðum líffræðinnar
- sérhæfðum sviðum líffræðinnar eftir áhugasviði hvers nemenda
- þeim vinnuaðferðum sem beitt er í áfanganum
Leikniviðmið: Nemandinn skal hafa öðlast leikni í að:
- lesa líffræðilegan texta sem tengist viðfangsefni, greina mismunandi texta úr fjölmiðlum og fræðiritum
- lesa greinar um álitamál sem tengjast vísindasiðfræði
- gera raunhæfa vinnu-, starfsáætlun
- nýta sér rannsóknartæki og hugbúnað í tengslum við líffræðinám
- samningu spurninga og viðtalstækni við rannsakendur og þar með öflun munnlegra heimilda
- nota upplýsingatækni við heimildaöflun og vinnu
- tjá kunnáttu sína munnlega og skriflega
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- leggja mat á upplýsingar sem tengjast líffræðilegum viðfangsefnum
- taka rökstudda afstöðu til siðfræðilegra álitamála
- beita öguðum vinnubrögðum og taka ábyrgð á eigin námi