FORR2FC05

FORR 2FC05 - Forritunarmálið C# 

Viðfangsefni: Grunnáfangi í forritun, forritunarmálið C#
Lýsing: Í áfanganum er farið yfir helstu grunnþætti hlutbundinnar forritunar í forritunarmálinu C#. Lögð er áhersla á að nemandi geti samið, skrifað og villuleitað stutt forrit. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og að hver og einn nemandi skrifi sín forrit. Byggð er upp grunnþekking, leikni og færni svo nemandi geti staðið undir forkröfum framhaldsáfanga í forritun. 
Forkröfur: Engar
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • uppbyggingu tölva og hvað þarf til að forrita þær
 • hvað þarf til að hanna forrit á skilmerkilegan hátt
 • vinnsluferli forrits sem felur í sér innlestur gagna , vinnslu gagna og niðurstöðu vinnslu
 • grunnskipunum í forritun svo sem inntaks og úttakskipunum og helstu vinnsluskipunum
 • nauðsyn þess að forrit séu hönnuð á notendavænan hátt (notendavænt viðmót)
 
Leikniviðmið:  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • skilgreina þær breytur sem geyma innlesin gögn og velja réttar tegund af breytu fyrir innlesin gögn
 • beita reikniaðgerðum á heiltölur og rauntölur, vinna með texta o.fl.
 • velja hentugustu tegund innlestrar gagna svo sem innslátt eða val á ýmsan hátt (ComboBox o.fl.)
 • nota skipanir sem greina í sundur gögn svo sem IF og Case og nota rofa
 • nota ýmsar aðrar algengar forritunarskipanir
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og hanna útlit forrits eftir eigin hugmyndum
 • vinna í hóp með aðstoð tölvu og netsins
 • sækja þau gögn sem á þarf að halda á netið eða leita að gögnum og upplýsingum á netinu