FORR2FF05

FORR 2FF05 - Forritunarmálið C#, framhald

Viðfangsefni: Framhald í forritun skráarvinnsla o.fl.. 
Lýsing: Framhaldsáfangi í forritun. Nemendur fá meiri þjálfun í hlutbundna forritunarmálinu C#. Áhersla er lögð á sjálfstæð og öguð vinnubrögð við lausnir fjölbreyttra forritunarverkefna til að byggja upp færni. Meðal viðfangsefna er atburðastýrð forritun í myndrænum notendaskilum, strengjavinnsla, skráarvinnsla og villumeðhöndlun.
Forkröfur: FORR2FC05
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • helstu röðunaralgrímum og læra að þekkja þau og skilvirkni þeirra
 • hlutverk skráakerfa, þekki algenga högun staðarneta og skilji hlutverk staðarneta og víðneta og þekki mismun þeirra       
 • helstu skráasniðum og mismun þeirra, skilji hlutverk samskiptastaðla
 • notendavænu viðmóti forrita og nauðsyn villugildra svo forrit vinni eðlilega
 
Leikniviðmið:  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • velja gagnaskipan við hæfi og beita einföldum aðferðum við röðun
 • vista gögn og niðurstöður úr vinnslu forrits á mismunandi formi s.s. textaskrár og ritvinnsluskrár
 • lesa gögn inn í forrit og vinna með þau og flokka
 • hanna, skrifa og prófa hlutbundin forrit með þeim atriðum sem koma fram í lýsingu
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • sýna sjálfstæði og frumkvæði i vinnubrögðum við að skrifa viðameiri forrit,  sem geta skrifað og lesið gögn af diski og forrit sem nota jaðartæki eins og prentara
 • vinna forrit með notendavænu viðmóti og villugildrum
 • leysa af hendi villuleit og laga hlutbundin forrit