FORR2GA05

FORR 2GA05- Gagnagrunnsforritun 

Viðfangsefni: Skipulag gagnagrunna og fyrirspurnarmálið SQL
Lýsing: Gagnagrunnsforritun og skipulag gagnagrunna. Farið er í undirstöðuþætti gagnasafnsfræða, s.s. skipulag og vensl gagnasafna og fyrirspurnarmál. Farið verður í helstu þætti við greiningu og hönnun gagnasafna. Nemendur hanna eigið gagnasafn með einindavenslalíkönum, skipuleggja tögun gagna og lyklun, setja  gagnasafnið upp og beita fyrirspurnarmáli á gagnasafnið.
Forkröfur: Engar
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • hönnun gagnasafna, skipulagi þeirra og einindavenslum
 • skipulagi gagnataflna, einkvæmum lyklum og margkvæmum  og venslum gagnataflna
 • gagnaöryggi, afritun gagnasagna og lögum um gagnasöfn
 • hönnun notendaviðmóts og hvernig upplýsingar eru fengnar úr gagnasöfnum með fyrirspurn
 • þeim reglum sem gilda um meðferð persónuupplýsinga
 
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • hanna gagnagrunna, stofna töflur, velja rétt gagnatög fyrir gögn og vensla töflur  
 • hanna gagnasafn með einindavenslum þar sem vensl og eigindir koma fram
 • hanna lista og notendavæn viðmót fyrir gagnasöfn
 • flytja gögn inn og úr gagnagrunni
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • greina þörf fyrir gagnasafn og hvaða upplýsingar eigi að koma þar fram
 • nýta gagnasöfn til að draga fram upplýsingar með fyrirspurnarmálin SQL
 • leysa af hendi skráningu og lestur utanaðkomandi gagna inn í gagnagrunn
 • meta hvernig best er að skipuleggja og vinna með gagnasöfn