FORR3FV05

FORR 3FV05 - Fyrirspurnamálið SQL

Viðfangsefni:  Fyrirspurnamálið SQL
LýsingÍ áfanganum fá nemendur æfingu í fyrirspurnarmálinu SQL. Byggð er upp sú þekking sem þarf til að halda áfram í gagnasafnsfræði.

Forkröfur: Engar
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Mismunandi gögnum og gagnatögum
  • Mikilvægi einræðni (uniqueness) og lykla
  • Hvernig má nýta gagnasöfn
  • Mikilvægi þess að skipuleggja vel gagnasöfn
Leikniviðmið:  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 
  • Hanna og  skrifa fyrirspurninr í SQL
  • Búa til töflur
  • Laga til gagnasöfn svo hægt sé að vinna með þau
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Geta metið hvernig sé best að geyma gögn
  • Geta rökstutt að fyrirspurn sæki það sem henni er ætlað að sækja